Körfubolti

Fjögurra stiga sigur á Georgíu í lokaleik EM

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Íslensku strákarnir hafa lokið leik á EM í Portúgal
Íslensku strákarnir hafa lokið leik á EM í Portúgal Mynd/FIBA

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri lauk keppni í 7.sæti B-deildar á EM í Portúgal.

Íslenska liðið sigraði Georgíu í lokaleik sínum á mótinu í leiknum um 7.sætið. 

Ísland leiddi með fimm stigum í leikhléi, 43-48 og vann leikinn að lokum með fjögurra stiga mun, 90-94.

Orri Hilmarsson var stigahæstur í liði Íslands með 22 stig en Hilmar Smári Henningsson gerði 20 stig og Arnór Sveinsson 19. Þá var Hilmar Pétursson einnig atkvæðamikill með 12 stig, 9 stoðsendingar og 8 fráköst.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.