Sport

Annar sigur Arnars á Evróputúrnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arnar með verðlaunin.
Arnar með verðlaunin. vísir/keilan

Arnar Davíð Jónsson keilari úr KFR sigraði í dag á Track Open sem fram fór í München í Þýskalandi.

Mótið er hluti af Evróputúrnum og er þetta í annað sinn sem Arnar sigrar á móti á túrnum en hann vann mót í Óðinsvé í september á síðasta ári.

Arnar sem býr í Svíþjóð og spilar með Höganas BC spilaði mjög vel í dag og náði forystunni í mótinu þegar tveir leikir voru eftir.

Hann leit aldrei til baka eftir það og kláraði mótið með stæl.

Með sigrinum fór Arnar aftur á toppinn á stigalista Evróputúrsins en hann hafði fallið niður í annað sætið eftir að hafa verið efstur í nokkrar vikur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.