Nei Netflix! Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 26. júlí 2019 07:00 Við lifum á tímum þar sem æði margir leggja mikið upp úr því að setja alls kyns lög og reglur til að gera samborgara sína að betri þjóðfélagsþegnum. Forsvarsmenn hinnar gríðarlega vinsælu streymisveitu Netflix lögðu sitt lóð á vogarskálar í þessum efnum þegar þeir gerðu kunnugt að veitan myndi draga úr reykingum í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Forsvarsmennirnir segjast gera sér fulla grein fyrir því að reykingar séu af hinu vonda og geti haft slæm áhrif á áhorfendur. Þessi tilraun Netflix til að ala áhorfendur upp í góðum siðum hefur sem betur fer ekki alls staðar fallið í góðan jarðveg. Danskir framleiðendur og leikstjórar hafa til dæmis hæðst að þessu framtaki, kallað það forsjárhyggju, ritskoðun og hræsni – sem það einmitt er. Reykingar eru ekki í tísku í dag en voru það fyrir nokkrum áratugum. Erfitt er að gera kvikmynd eða sjónvarpsþátt sem gerist á þeim árum án þess að fólk, þar á meðal unglingar, sjáist reykja. Þetta voru tímar þegar þeir sem ekki reyktu voru stimplaðir sem ansi sérsinna og jafnvel andfélagslega sinnaðir. Alls staðar var reykt, meira að segja í flugvélum þar sem farþegar gátu valið um það hvort þeir vildu vera í reyklausu farrými eða farrými þar sem reykingar voru leyfðar. Margt bindindisfólk á tóbak valdi reykplássið því þar var venjulega mun skemmtilegra fólk en á reyklausa farrýminu. Það var þá. Nú er blessunarlega minna um reykingar þótt margir stundi þær enn. Kvikmyndagerðarmenn eiga að hafa listrænt frelsi til að velja hvort þeir sýni þær í myndum sínum. Ef setja á höft á reykingar í leiknu efni þá er spurning hvað glögg augu muni næst sjá sem meinsemd. Áfengi kemur samstundis upp í hugann. Í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum er fólk æði oft að fá sér í glas án þess að því verði meint af. Mjög er hætt við að áhrifagjarnir áhorfendur taki þessari drykkju sem næsta sjálfsögðum hlut og átti sig ekki á að áfengisdrykkja getur leitt einstakling í glötun. Martini-drykkja James Bond er einmitt gott dæmi um áratuga upphafningu á drykkjumenningu. Það fer sæluhrollur um aðdáendur Bond myndanna í hvert sinn sem kappinn segir við barþjóninn: „Shaken, not stirred.“ Hversu margir hafa ekki hermt eftir hetjunni sinni og pantað sér þennan drykk? Og hvað með spilavítin sem persónur í kvikmyndum heimsækja iðulega, jafnvel með þeim árangri að þær vinna fúlgur. Óharðnaðar sálir geta vissulega fengið ranghugmyndir af því áhorfi og þotið í næsta spilakassa. Ef forráðamenn Netflix vilja vera sjálfum sér samkvæmir hljóta þeir að mælast til þess að ef persónur í kvikmyndum sjást í spilavítum þá tapi þær peningunum sínum og séu þannig öðrum víti til varnaðar. Áfram má halda. Við lifum á offitutímum. Í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum sjást persónur, unglingar alveg sérstaklega, úða í sig hamborgurum. Þar er greinilega á ferð hylling til offitunnar? Á að láta það óátalið? Netflix hefur sannarlega að mörgu að gæta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Netflix Mest lesið Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Við lifum á tímum þar sem æði margir leggja mikið upp úr því að setja alls kyns lög og reglur til að gera samborgara sína að betri þjóðfélagsþegnum. Forsvarsmenn hinnar gríðarlega vinsælu streymisveitu Netflix lögðu sitt lóð á vogarskálar í þessum efnum þegar þeir gerðu kunnugt að veitan myndi draga úr reykingum í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Forsvarsmennirnir segjast gera sér fulla grein fyrir því að reykingar séu af hinu vonda og geti haft slæm áhrif á áhorfendur. Þessi tilraun Netflix til að ala áhorfendur upp í góðum siðum hefur sem betur fer ekki alls staðar fallið í góðan jarðveg. Danskir framleiðendur og leikstjórar hafa til dæmis hæðst að þessu framtaki, kallað það forsjárhyggju, ritskoðun og hræsni – sem það einmitt er. Reykingar eru ekki í tísku í dag en voru það fyrir nokkrum áratugum. Erfitt er að gera kvikmynd eða sjónvarpsþátt sem gerist á þeim árum án þess að fólk, þar á meðal unglingar, sjáist reykja. Þetta voru tímar þegar þeir sem ekki reyktu voru stimplaðir sem ansi sérsinna og jafnvel andfélagslega sinnaðir. Alls staðar var reykt, meira að segja í flugvélum þar sem farþegar gátu valið um það hvort þeir vildu vera í reyklausu farrými eða farrými þar sem reykingar voru leyfðar. Margt bindindisfólk á tóbak valdi reykplássið því þar var venjulega mun skemmtilegra fólk en á reyklausa farrýminu. Það var þá. Nú er blessunarlega minna um reykingar þótt margir stundi þær enn. Kvikmyndagerðarmenn eiga að hafa listrænt frelsi til að velja hvort þeir sýni þær í myndum sínum. Ef setja á höft á reykingar í leiknu efni þá er spurning hvað glögg augu muni næst sjá sem meinsemd. Áfengi kemur samstundis upp í hugann. Í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum er fólk æði oft að fá sér í glas án þess að því verði meint af. Mjög er hætt við að áhrifagjarnir áhorfendur taki þessari drykkju sem næsta sjálfsögðum hlut og átti sig ekki á að áfengisdrykkja getur leitt einstakling í glötun. Martini-drykkja James Bond er einmitt gott dæmi um áratuga upphafningu á drykkjumenningu. Það fer sæluhrollur um aðdáendur Bond myndanna í hvert sinn sem kappinn segir við barþjóninn: „Shaken, not stirred.“ Hversu margir hafa ekki hermt eftir hetjunni sinni og pantað sér þennan drykk? Og hvað með spilavítin sem persónur í kvikmyndum heimsækja iðulega, jafnvel með þeim árangri að þær vinna fúlgur. Óharðnaðar sálir geta vissulega fengið ranghugmyndir af því áhorfi og þotið í næsta spilakassa. Ef forráðamenn Netflix vilja vera sjálfum sér samkvæmir hljóta þeir að mælast til þess að ef persónur í kvikmyndum sjást í spilavítum þá tapi þær peningunum sínum og séu þannig öðrum víti til varnaðar. Áfram má halda. Við lifum á offitutímum. Í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum sjást persónur, unglingar alveg sérstaklega, úða í sig hamborgurum. Þar er greinilega á ferð hylling til offitunnar? Á að láta það óátalið? Netflix hefur sannarlega að mörgu að gæta.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun