Bíó og sjónvarp

Endurkoma Will og Grace stöðvuð eftir þrjár þáttaraðir

Andri Eysteinsson skrifar
Debra Messing og Eric McCormack
Debra Messing og Eric McCormack Getty/NBC
Framleiðsla gamanþáttanna vinsælu um vinina Will og Grace verður hætt eftir næstu þáttaröð sem verður sú ellefta í röðinni, þriðja frá því að þættirnir voru endurvaktir árið 2017.

Þættirnir hófu upphaflega göngu sína árið 1998 og léku Eric McCormack og Debra Messing titilhlutverkin. Þeim við hlið léku Megan Mulally og Sean Hayes hina litríku vini þeirra Karen og Jack.

Framleiðslu þáttanna var upphaflega hætt árið 2006 en hófst aftur árið 2017.

Einn aðalframleiðanda þáttanna, Max Mutchnick greindi frá því á Twitter í dag að ekki yrðu gerðar fleiri þáttaraðir um Will og Grace, síðasti þátturinn færi í loftið 18. desember 2019

Mutchnick sagði að ástæðan hafi verið tekin með það að leiðarljósi að passa að gæði þáttanna yrðu ekki minni, tíminn væri réttur til þess að hætta.

Will og Grace aðdáendur munu því ekki fá meira en 246 þætti í ellefu þáttaröðum






Fleiri fréttir

Sjá meira


×