Fótbolti

Real stöðvar félagaskipti Bale til Kína

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bale verður áfram á Spáni.
Bale verður áfram á Spáni. vísir/getty
Gareth Bale er ekki á leið til Kína eins og allt benti til en BBC greinir frá því nú í morgun að Real Madrid hafi stöðvað félagaskiptin.

Bale, sem er þrítugur, var á leið til kínverska félagsins Jiangsu Suning og semja við þá til þriggja ára. Hann átti að fá eina milljón punda á vika.

Nú hefur Real hins vegar stöðvað félagaskiptin og ætla ekki að hleypa Bale til Kína en ekki er víst hvað verður um Wales-verjann.Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid, hefur verið duglegur að tala um hversu mikið hann vilji losna við Bale sem hefur verið hjá Real frá árinu 2013.

Þá kom hann frá Tottenham fyrir 85 milljónir punda en hann á enn þrjú ár eftir af samningi sínum hjá Real.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.