Fyrsta konan til að troða oftar en einu sinni í Stjörnuleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2019 14:00 Brittney Griner. Getty/Ethan Miller Stjörnuleikur WNBA-deildarinnar í körfubolta fór fram um helgina og ólíkt Stjörnuleik karla þá er mikið um troðslur hjá konunum. Ein kona ákvað að breyta því í ár. Brittney Griner hjá Phoenix Mercury hefur troðið áður í leik í WNBA-deildinni en hún bauð upp á smá troðslusýningu í Stjörnuleiknum í ár. Griner varð nefnilega fyrsta konan í sögu Stjörnuleiksins sem nær að troða boltanum oftar en einu sinni í sama leiknum. Hún tróð boltanum á endanum þrisvar sinnum í leiknum.Brittney Griner is the first player in WNBA history to have multiple dunks in a #WNBAAllStar game pic.twitter.com/yqpsqvzmVs — SportsCenter (@SportsCenter) July 27, 2019Brittney Griner var komið í mikið stuð eftir fyrstu tvær troðslurnar og síðasta troðsla hennar var tveggja handa auk þess að hún hékk í hringnum á eftir. Það er eitthvað sem menn sjá ekki á hverjum degi í kvennakörfuboltanum.Just leave this on loop for the rest of the day!#WNBAAllStarpic.twitter.com/FPeqR6UbCT — Phoenix Mercury (@PhoenixMercury) July 27, 2019 Brittney Griner var með 16 stig, 9 fráköst og 3 troðslur í þessum leik. Griner er orðin 28 ára gömul en hún er 206 sentímetrar á hæð og 93 kíló. Hún kom inn í WNBA-deildina árið 2013 og hefur alltaf spilað með Phoenix Mercury. Besti leikmaður Stjörnuleiksins var hins vegar valin Erica Wheeler sem skoraði 25 stig í leiknum þar af setti hún niður sjö þriggja stiga körfur. Það var mikið um dýrðir í Las Vegas þar sem leikurinn fór fram. Mikla athygli vakti að Kobe Bryant mætti á leikinn ásamt dóttur sinni sem ætlar sér einnig mikið í körfuboltanum.The size. The athleticism. The power. pic.twitter.com/33FRCaNyXX — Phoenix Mercury (@PhoenixMercury) July 27, 2019What a performance from @brittneygriner! 16 PTS 9 REBS 3 DUNKS#WNBAAllStarpic.twitter.com/wTyeggzf2B — Phoenix Mercury (@PhoenixMercury) July 27, 2019BG’s turning Vegas into Dunk City! pic.twitter.com/wCBAxeCRsn — Phoenix Mercury (@PhoenixMercury) July 27, 2019 NBA Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Fleiri fréttir Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Sjá meira
Stjörnuleikur WNBA-deildarinnar í körfubolta fór fram um helgina og ólíkt Stjörnuleik karla þá er mikið um troðslur hjá konunum. Ein kona ákvað að breyta því í ár. Brittney Griner hjá Phoenix Mercury hefur troðið áður í leik í WNBA-deildinni en hún bauð upp á smá troðslusýningu í Stjörnuleiknum í ár. Griner varð nefnilega fyrsta konan í sögu Stjörnuleiksins sem nær að troða boltanum oftar en einu sinni í sama leiknum. Hún tróð boltanum á endanum þrisvar sinnum í leiknum.Brittney Griner is the first player in WNBA history to have multiple dunks in a #WNBAAllStar game pic.twitter.com/yqpsqvzmVs — SportsCenter (@SportsCenter) July 27, 2019Brittney Griner var komið í mikið stuð eftir fyrstu tvær troðslurnar og síðasta troðsla hennar var tveggja handa auk þess að hún hékk í hringnum á eftir. Það er eitthvað sem menn sjá ekki á hverjum degi í kvennakörfuboltanum.Just leave this on loop for the rest of the day!#WNBAAllStarpic.twitter.com/FPeqR6UbCT — Phoenix Mercury (@PhoenixMercury) July 27, 2019 Brittney Griner var með 16 stig, 9 fráköst og 3 troðslur í þessum leik. Griner er orðin 28 ára gömul en hún er 206 sentímetrar á hæð og 93 kíló. Hún kom inn í WNBA-deildina árið 2013 og hefur alltaf spilað með Phoenix Mercury. Besti leikmaður Stjörnuleiksins var hins vegar valin Erica Wheeler sem skoraði 25 stig í leiknum þar af setti hún niður sjö þriggja stiga körfur. Það var mikið um dýrðir í Las Vegas þar sem leikurinn fór fram. Mikla athygli vakti að Kobe Bryant mætti á leikinn ásamt dóttur sinni sem ætlar sér einnig mikið í körfuboltanum.The size. The athleticism. The power. pic.twitter.com/33FRCaNyXX — Phoenix Mercury (@PhoenixMercury) July 27, 2019What a performance from @brittneygriner! 16 PTS 9 REBS 3 DUNKS#WNBAAllStarpic.twitter.com/wTyeggzf2B — Phoenix Mercury (@PhoenixMercury) July 27, 2019BG’s turning Vegas into Dunk City! pic.twitter.com/wCBAxeCRsn — Phoenix Mercury (@PhoenixMercury) July 27, 2019
NBA Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Fleiri fréttir Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Sjá meira