Samningsbrot í íþróttum algeng: Dæmi um að samningum barnshafandi kvenna sé rift Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. júlí 2019 19:30 Hafdís Inga Hinriksdóttir er stjórnarformaður Leikmannasamtaka Íslands. mynd/stöð 2 Flest mál sem koma inn á borð Leikmannasamtaka Íslands tengjast handbolta og fótbolta. Hafdís Inga Hinriksdóttir, stjórnarformaður Leikmannasamtakanna, segir dæmi um að samningar séu brotnir, ekki sé staðið við greiðslur og leikmönnum meinað að mæta á æfingar. Á síðustu mánuðum hafa komið upp mál þar sem samningum tveggja af bestu handboltamarkvarða Íslands, Guðrúnar Óskar Maríasdóttur og Guðnýjar Jennyjar Ásmundsdóttur, var sagt upp. Þær glíma báðar við langvarandi meiðsli. Guðrún Ósk ræddi um sína reynslu í Sportpakkanum á laugardaginn. Þar hvatti hún leikmenn til að vera meðvitaða um hvað stendur í samningum sem þeir skrifa undir. Hafdís Inga tekur í sama streng. „Það er rosalega mikilvægt að vita hvað maður skrifar undir. Samningar eins og viðaukasamningar í handboltanum eru stórhættulegir. Við hvetjum alla okkar félagsmenn til að skrifa ekki undir slíkt, heldur hafa allt inni í almennum samningum frá HSÍ,“ sagði Hafdís Inga í samtali við Arnar Björnsson í Sportpakkanum. Hún segir algengara að samningsbrot séu algengari hjá konum en körlum. Dæmi eru um að samningum barnshafandi kvenna hafi verið rift. „Við höfum séð mál þar sem konum er sagt upp samningi fyrir að verða ófrískar. Það er kolólöglegt. Við vitum a.m.k. um þrjú dæmi um slíkt í handboltanum hérna heima,“ sagði Hafdís Inga. En hvernig taka Leikmannasamtökin á slíkum málum? „Fyrst og fremst mega leikmenn ekki láta þetta yfir sig ganga. Það skiptir gríðarlega miklu máli og þá er mikilvægt að hafa samtök eins okkur á bak við sig. Við erum með lögmenn og aðra á okkar snærum sem geta stutt og leiðbeint,“ sagði Hafdís Inga. „Eftir að hafa spilað sjálf í öll þessi ár, bæði hér heima og erlendis, sér maður hversu gífurlega mikið virðingarleysi er fyrir leikmönnum. Ef þeir nýtast ekki félaginu lengur er þeim bara hent eins og hverju öðru rusli.“ Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Mikið virðingarleysi fyrir leikmönnum Íslenski handboltinn Olís-deild karla Olís-deild kvenna Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stjarnan rifti samningi við Guðrúnu Ósk sem glímir við höfuðmeiðsli Einn besti handboltamarkvörður seinna ára á Íslandi vill að leikmenn séu meðvitaðir um hvað stendur í samningum sem þeir skrifa undir. 27. júlí 2019 19:00 Samningnum sagt upp í karlaklefanum: „Framkoman var mikil vanvirðing“ Landsliðsmarkverðinum Guðnýju Jenny Ásmundsdóttur var sagt upp störfum hjá ÍBV. 10. maí 2019 08:00 Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
Flest mál sem koma inn á borð Leikmannasamtaka Íslands tengjast handbolta og fótbolta. Hafdís Inga Hinriksdóttir, stjórnarformaður Leikmannasamtakanna, segir dæmi um að samningar séu brotnir, ekki sé staðið við greiðslur og leikmönnum meinað að mæta á æfingar. Á síðustu mánuðum hafa komið upp mál þar sem samningum tveggja af bestu handboltamarkvarða Íslands, Guðrúnar Óskar Maríasdóttur og Guðnýjar Jennyjar Ásmundsdóttur, var sagt upp. Þær glíma báðar við langvarandi meiðsli. Guðrún Ósk ræddi um sína reynslu í Sportpakkanum á laugardaginn. Þar hvatti hún leikmenn til að vera meðvitaða um hvað stendur í samningum sem þeir skrifa undir. Hafdís Inga tekur í sama streng. „Það er rosalega mikilvægt að vita hvað maður skrifar undir. Samningar eins og viðaukasamningar í handboltanum eru stórhættulegir. Við hvetjum alla okkar félagsmenn til að skrifa ekki undir slíkt, heldur hafa allt inni í almennum samningum frá HSÍ,“ sagði Hafdís Inga í samtali við Arnar Björnsson í Sportpakkanum. Hún segir algengara að samningsbrot séu algengari hjá konum en körlum. Dæmi eru um að samningum barnshafandi kvenna hafi verið rift. „Við höfum séð mál þar sem konum er sagt upp samningi fyrir að verða ófrískar. Það er kolólöglegt. Við vitum a.m.k. um þrjú dæmi um slíkt í handboltanum hérna heima,“ sagði Hafdís Inga. En hvernig taka Leikmannasamtökin á slíkum málum? „Fyrst og fremst mega leikmenn ekki láta þetta yfir sig ganga. Það skiptir gríðarlega miklu máli og þá er mikilvægt að hafa samtök eins okkur á bak við sig. Við erum með lögmenn og aðra á okkar snærum sem geta stutt og leiðbeint,“ sagði Hafdís Inga. „Eftir að hafa spilað sjálf í öll þessi ár, bæði hér heima og erlendis, sér maður hversu gífurlega mikið virðingarleysi er fyrir leikmönnum. Ef þeir nýtast ekki félaginu lengur er þeim bara hent eins og hverju öðru rusli.“ Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Mikið virðingarleysi fyrir leikmönnum
Íslenski handboltinn Olís-deild karla Olís-deild kvenna Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stjarnan rifti samningi við Guðrúnu Ósk sem glímir við höfuðmeiðsli Einn besti handboltamarkvörður seinna ára á Íslandi vill að leikmenn séu meðvitaðir um hvað stendur í samningum sem þeir skrifa undir. 27. júlí 2019 19:00 Samningnum sagt upp í karlaklefanum: „Framkoman var mikil vanvirðing“ Landsliðsmarkverðinum Guðnýju Jenny Ásmundsdóttur var sagt upp störfum hjá ÍBV. 10. maí 2019 08:00 Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
Stjarnan rifti samningi við Guðrúnu Ósk sem glímir við höfuðmeiðsli Einn besti handboltamarkvörður seinna ára á Íslandi vill að leikmenn séu meðvitaðir um hvað stendur í samningum sem þeir skrifa undir. 27. júlí 2019 19:00
Samningnum sagt upp í karlaklefanum: „Framkoman var mikil vanvirðing“ Landsliðsmarkverðinum Guðnýju Jenny Ásmundsdóttur var sagt upp störfum hjá ÍBV. 10. maí 2019 08:00