Stjarnan rifti samningi við Guðrúnu Ósk sem glímir við höfuðmeiðsli Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. júlí 2019 19:00 Miklar væntingar voru gerðar til Guðrúnar Ósk hjá Stjörnunni en hún náði aðeins tveimur leikjum með liðinu. vísir/ernir Handboltamarkvörðurinn Guðrún Ósk Maríasdóttir hvetur leikmenn til skoða vel þá samninga sem þeir skrifa undir eftir að Stjarnan rifti einhliða samningi hennar við félagið. Eftir að hafa orðið Íslandsmeistari tvö ár í röð með Fram gekk Guðrún Ósk í raðir Stjörnunnar vorið 2018. Síðasta tímabil var hins vegar endasleppt hjá henni. Í leik gegn Selfossi í 2. umferð fékk Guðrún Ósk skot í höfuðið og hefur ekkert spilað síðan þá. Höfuðmeiðslin hafa einnig haft mikil áhrif á daglegt líf Guðrúnar Óskar. Í maí rifti Stjarnan svo samningi sínum við hana. „Í samningnum er endurskoðunarákvæði sem gildir frá 1.-10. maí. Mig minnir að 8. eða 9. maí hafi ég fengið símtal frá formanninum um að samningnum yrði rift og ég þyrfti að skrifa undir skjal sem ég skoðaði betur með manninum mínum,“ sagði Guðrún Ósk í samtali við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur í Sportpakkanum. „Hann lét vini sína í lögfræðinni skoða það líka og við ákváðum að við vildum fá aðeins meira rými til að skoða þetta áður en við skrifuðum undir. Ég fór með þau svör til Stjörnunnar. Stuttu seinna sögðust þau hafa rætt við sína lögfræðinga og það væri ekki nauðsynlegt fyrir mig að skrifa undir þetta skjal. Þau gætu rift samningnum einhliða.“ Guðrún Ósk vill hvetja aðra leikmenn til að vera meðvitaða um hvað stendur í samningum sem þeir skrifa undir. Hún var ekki tryggð þar sem hún varð fyrir meiðslum í keppnisleik og hvorki heimilistryggingar hennar né samningur Stjörnunnar ná yfir meiðsli í keppnisleikjum. „Það hefði breytt ótrúlega miklu fyrir mig hefði ég verið með slíka tryggingu, að geta tekið mér þann tíma sem ég þurfti í batann áhyggjulaust,“ sagði Guðrún Ósk. „Það skiptir máli hvað stendur í samningnum. Þú getur ekki bara skrifað undir hvað sem er og gert ráð fyrir að allt verði gott og blessað.“ Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Hvetur leikmenn til að kynna sér samninga sem þeir skrifa undir Garðabær Olís-deild kvenna Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Króatía - Ungverjaland | Lærisveinar Dags verða að vinna Handbolti Fleiri fréttir Þýskaland - Frakkland | Örlagastund hjá Alfreð en jafntefli dugir Króatía - Ungverjaland | Lærisveinar Dags verða að vinna „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Sjá meira
Handboltamarkvörðurinn Guðrún Ósk Maríasdóttir hvetur leikmenn til skoða vel þá samninga sem þeir skrifa undir eftir að Stjarnan rifti einhliða samningi hennar við félagið. Eftir að hafa orðið Íslandsmeistari tvö ár í röð með Fram gekk Guðrún Ósk í raðir Stjörnunnar vorið 2018. Síðasta tímabil var hins vegar endasleppt hjá henni. Í leik gegn Selfossi í 2. umferð fékk Guðrún Ósk skot í höfuðið og hefur ekkert spilað síðan þá. Höfuðmeiðslin hafa einnig haft mikil áhrif á daglegt líf Guðrúnar Óskar. Í maí rifti Stjarnan svo samningi sínum við hana. „Í samningnum er endurskoðunarákvæði sem gildir frá 1.-10. maí. Mig minnir að 8. eða 9. maí hafi ég fengið símtal frá formanninum um að samningnum yrði rift og ég þyrfti að skrifa undir skjal sem ég skoðaði betur með manninum mínum,“ sagði Guðrún Ósk í samtali við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur í Sportpakkanum. „Hann lét vini sína í lögfræðinni skoða það líka og við ákváðum að við vildum fá aðeins meira rými til að skoða þetta áður en við skrifuðum undir. Ég fór með þau svör til Stjörnunnar. Stuttu seinna sögðust þau hafa rætt við sína lögfræðinga og það væri ekki nauðsynlegt fyrir mig að skrifa undir þetta skjal. Þau gætu rift samningnum einhliða.“ Guðrún Ósk vill hvetja aðra leikmenn til að vera meðvitaða um hvað stendur í samningum sem þeir skrifa undir. Hún var ekki tryggð þar sem hún varð fyrir meiðslum í keppnisleik og hvorki heimilistryggingar hennar né samningur Stjörnunnar ná yfir meiðsli í keppnisleikjum. „Það hefði breytt ótrúlega miklu fyrir mig hefði ég verið með slíka tryggingu, að geta tekið mér þann tíma sem ég þurfti í batann áhyggjulaust,“ sagði Guðrún Ósk. „Það skiptir máli hvað stendur í samningnum. Þú getur ekki bara skrifað undir hvað sem er og gert ráð fyrir að allt verði gott og blessað.“ Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Hvetur leikmenn til að kynna sér samninga sem þeir skrifa undir
Garðabær Olís-deild kvenna Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Króatía - Ungverjaland | Lærisveinar Dags verða að vinna Handbolti Fleiri fréttir Þýskaland - Frakkland | Örlagastund hjá Alfreð en jafntefli dugir Króatía - Ungverjaland | Lærisveinar Dags verða að vinna „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Sjá meira