Enski boltinn

Everton tilbúið að bjóða tvo leikmenn og 55 milljónir punda í Zaha

Anton Ingi Leifsson skrifar
Wilfried Zaha í landsleik með Fílabeinsströndinni í sumar.
Wilfried Zaha í landsleik með Fílabeinsströndinni í sumar. vísir/getty
Everton leggur allt í sölurnar til þess að klófesta vængmanninn öfluga, Wilfied Zaha, frá Crystal Palace.

Sky Sports greinir frá því fyrr í kvöld að Everton sé tilbúið að borga 55 milljónir punda fyrir Englendinginn sem hefur verið mikið orðaður burt frá Palace í sumar.





Í auki við þær 55 milljónir punda sem Everton er tilbúið að borga þá eru þeir tilbúnir að bjóða framherjann Cenk Tosun og miðjumanninn James McCarthy einnig.

Arsenal var lengi vel orðað við Zaha en þeir eru nú að klófesta Nicolas Pepe frá Lille samkvæmt fjölmiðlum á Englandi. Því hafa þeir ekki áhuga á Zaha lengur.

Zaha er fæddur og uppalinn hjá Palace en reyndi fyrir sér hjá Manchester United frá 2013 til 2015. Hann hefur leikið yfir 250 leiki fyrir Palace en hann er 26 ára gamall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×