Ekki gera ekki neitt Jóhannes Þ. Skúlason skrifar 10. júlí 2019 09:45 Undanfarna áratugi hefur samband afkomu í útflutningsgreinum þjóðarinnar og lífskjara almennings í landinu stimplast rækilega inn í þjóðarsálina, þar sem sveiflur gjaldmiðils og gjöfulleiki auðlindanna hefur ráðið miklu um lífsskilyrðin. Lengi vel var sjávarútvegur nær einráður um þetta sveiflusamband og áhrif hans á efnahagslíf þjóðarinnar réð mestu um ákvarðanir stjórnvalda á hverjum tíma. Stóriðja bættist við þegar fram liðu stundir og hefur ráðið stórum ákvörðunum um bæði útgjöld og stefnu um nýtingu náttúruauðlinda. Og nú hefur ferðaþjónusta bæst við og á fáum árum orðið stærsta útflutningsgrein Íslendinga og færir sem slík björg í bú í formi gjaldeyristekna – lífæð lítils útflutningshagkerfis. Á sama hátt og ýmsar lykilákvarðanir stjórnvalda miðuðust á árum áður við að bregðast við vanda eða ýta undir gott gengi sjávarútvegs og orkufreks iðnaðar með það að markmiði að bæta efnahagslega stöðu þjóðarinnar og þoka lífskjörum upp á við, er í dag skynsamlegt fyrir stjórnvöld og samfélagið að bregðast við vanda og ýta undir gott gengi ferðaþjónustu.Af hverju er það efnahagslega skynsamlegt? Í dag þarf ekki að fella gengi gjaldmiðilsins handvirkt eða sökkva stórum svæðum undir vatn til að treysta stoðir atvinnusköpunar. Með tilkomu ferðaþjónustunnar hefur efnahagslegur raunveruleiki Íslands breyst. Allar útflutningsatvinnugreinar landsins eru mikilvægar, en með ferðaþjónustu hefur orðið til fjölbreytni sem var sárlega þörf. Samfelldur jákvæður vöru- og þjónustujöfnuður undanfarins áratugar hefur að stórum hluta grundvallast á þessari breytingu og skapað grunn fyrir mikla lífskjarasókn. Stærstu áskoranir í rekstri fyrirtækja á Íslandi í dag tengjast stórauknum kostnaði á ýmsum sviðum. Hvort sem litið er til aðfanga, launa eða fjárfestinga hafa kostnaðarþættir í rekstri fyrirtækja hækkað ótrúlega hratt á síðasta áratug. Í slíku umhverfi er það skynsamleg nálgun af hálfu stjórnvalda að koma til móts við atvinnulíf með lækkun opinberra gjalda og skatta og ýta þannig undir að atvinnustig haldist hátt, að rekstur fyrirtækja skili arði og þar með sköttum til samfélagsins. Fyrirtæki sem fer úr rekstri vegna ómögulegra rekstraraðstæðna er tapað fé fyrir ríkissjóð. Samtök ferðaþjónustunnar hafa bent ítrekað á það undanfarna mánuði að ýmsar aðgerðir sem nýta mætti til að örva ferðaþjónustu á samdráttartímum hafa einmitt bein áhrif til örvunar atvinnulífs í heild sinni. Með hröðum og miklum launahækkunum undanfarin fjögur ár hefur lækkun tryggingagjalds orðið jafnvel enn mikilvægari en áður. Þáttur launa og launatengdra gjalda í rekstri fyrirtækja er orðinn gríðarstór, mun stærri þáttur en í samkeppnislöndum okkar. Lækkun fasteignagjalda á atvinnuhúsnæði getur einnig skipt miklu máli við að lækka kostnað margra fyrirtækja. Hvers vegna skiptir þetta máli? Lykillinn sæm ætti að stýra afstöðu og ákvörðunum um álögur á atvinnugreinar er samkeppnishæfni. Samkvæmt skýrslu World Economic Forum frá 2017 um samkeppnishæfni ferðaþjónustu var viðskiptaumhverfi ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi mælt í 19. sæti – neðst Norðurlandaþjóða. Heildarsamkeppnishæfni íslenskrar ferðaþjónustu var í 25. sæti og hafði þá fallið um sjö sæti síðan 2015. Von er á nýrri skýrslu á þessu ári og miðað við þróunina er líklegt að samkeppnishæfni Íslands muni falla niður töfluna enn á ný. Ákvarðanir stjórnvalda sem örva ferðaþjónustu og bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja hafa mikið að segja um samkeppnishæfni og ferðaþjónusta er atvinnugrein í harðri alþjóðlegri samkeppni. Fjárfesting í rekstrarumhverfi ferðaþjónustu og markaðssetningu Íslands sem ferðamannalands skilar sér því ríkulega til samfélagsins, í bættri samkeppnishæfni, betri afkomu fyrirtækja, hærri skattgreiðslum en ella, betri efnahagslegri afkomu, bættum lífskjörum fólks, hærra atvinnustigi og uppbyggingu atvinnulífs á landsbyggðinni. Fjárfesting í uppbyggingu innviða og styrkingu ferðamannastaða getur svo bætt enn fremur við þessa örvandi þróun, ekki síst á tímum efnahagslegrar niðursveiflu eins og nú. Í dag, alveg eins og áður, er það gengi útflutningsatvinnugreina sem ræður efnahagslegri afkomu samfélagsins og þar með lífskjörum almennings í landinu. Aðgerðir sem bæta aðstæður og samkeppnishæfni lykilatvinnugreina eins og ferðaþjónustu munu því gagnast öllu samfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Jóhannes Þór Skúlason Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna áratugi hefur samband afkomu í útflutningsgreinum þjóðarinnar og lífskjara almennings í landinu stimplast rækilega inn í þjóðarsálina, þar sem sveiflur gjaldmiðils og gjöfulleiki auðlindanna hefur ráðið miklu um lífsskilyrðin. Lengi vel var sjávarútvegur nær einráður um þetta sveiflusamband og áhrif hans á efnahagslíf þjóðarinnar réð mestu um ákvarðanir stjórnvalda á hverjum tíma. Stóriðja bættist við þegar fram liðu stundir og hefur ráðið stórum ákvörðunum um bæði útgjöld og stefnu um nýtingu náttúruauðlinda. Og nú hefur ferðaþjónusta bæst við og á fáum árum orðið stærsta útflutningsgrein Íslendinga og færir sem slík björg í bú í formi gjaldeyristekna – lífæð lítils útflutningshagkerfis. Á sama hátt og ýmsar lykilákvarðanir stjórnvalda miðuðust á árum áður við að bregðast við vanda eða ýta undir gott gengi sjávarútvegs og orkufreks iðnaðar með það að markmiði að bæta efnahagslega stöðu þjóðarinnar og þoka lífskjörum upp á við, er í dag skynsamlegt fyrir stjórnvöld og samfélagið að bregðast við vanda og ýta undir gott gengi ferðaþjónustu.Af hverju er það efnahagslega skynsamlegt? Í dag þarf ekki að fella gengi gjaldmiðilsins handvirkt eða sökkva stórum svæðum undir vatn til að treysta stoðir atvinnusköpunar. Með tilkomu ferðaþjónustunnar hefur efnahagslegur raunveruleiki Íslands breyst. Allar útflutningsatvinnugreinar landsins eru mikilvægar, en með ferðaþjónustu hefur orðið til fjölbreytni sem var sárlega þörf. Samfelldur jákvæður vöru- og þjónustujöfnuður undanfarins áratugar hefur að stórum hluta grundvallast á þessari breytingu og skapað grunn fyrir mikla lífskjarasókn. Stærstu áskoranir í rekstri fyrirtækja á Íslandi í dag tengjast stórauknum kostnaði á ýmsum sviðum. Hvort sem litið er til aðfanga, launa eða fjárfestinga hafa kostnaðarþættir í rekstri fyrirtækja hækkað ótrúlega hratt á síðasta áratug. Í slíku umhverfi er það skynsamleg nálgun af hálfu stjórnvalda að koma til móts við atvinnulíf með lækkun opinberra gjalda og skatta og ýta þannig undir að atvinnustig haldist hátt, að rekstur fyrirtækja skili arði og þar með sköttum til samfélagsins. Fyrirtæki sem fer úr rekstri vegna ómögulegra rekstraraðstæðna er tapað fé fyrir ríkissjóð. Samtök ferðaþjónustunnar hafa bent ítrekað á það undanfarna mánuði að ýmsar aðgerðir sem nýta mætti til að örva ferðaþjónustu á samdráttartímum hafa einmitt bein áhrif til örvunar atvinnulífs í heild sinni. Með hröðum og miklum launahækkunum undanfarin fjögur ár hefur lækkun tryggingagjalds orðið jafnvel enn mikilvægari en áður. Þáttur launa og launatengdra gjalda í rekstri fyrirtækja er orðinn gríðarstór, mun stærri þáttur en í samkeppnislöndum okkar. Lækkun fasteignagjalda á atvinnuhúsnæði getur einnig skipt miklu máli við að lækka kostnað margra fyrirtækja. Hvers vegna skiptir þetta máli? Lykillinn sæm ætti að stýra afstöðu og ákvörðunum um álögur á atvinnugreinar er samkeppnishæfni. Samkvæmt skýrslu World Economic Forum frá 2017 um samkeppnishæfni ferðaþjónustu var viðskiptaumhverfi ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi mælt í 19. sæti – neðst Norðurlandaþjóða. Heildarsamkeppnishæfni íslenskrar ferðaþjónustu var í 25. sæti og hafði þá fallið um sjö sæti síðan 2015. Von er á nýrri skýrslu á þessu ári og miðað við þróunina er líklegt að samkeppnishæfni Íslands muni falla niður töfluna enn á ný. Ákvarðanir stjórnvalda sem örva ferðaþjónustu og bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja hafa mikið að segja um samkeppnishæfni og ferðaþjónusta er atvinnugrein í harðri alþjóðlegri samkeppni. Fjárfesting í rekstrarumhverfi ferðaþjónustu og markaðssetningu Íslands sem ferðamannalands skilar sér því ríkulega til samfélagsins, í bættri samkeppnishæfni, betri afkomu fyrirtækja, hærri skattgreiðslum en ella, betri efnahagslegri afkomu, bættum lífskjörum fólks, hærra atvinnustigi og uppbyggingu atvinnulífs á landsbyggðinni. Fjárfesting í uppbyggingu innviða og styrkingu ferðamannastaða getur svo bætt enn fremur við þessa örvandi þróun, ekki síst á tímum efnahagslegrar niðursveiflu eins og nú. Í dag, alveg eins og áður, er það gengi útflutningsatvinnugreina sem ræður efnahagslegri afkomu samfélagsins og þar með lífskjörum almennings í landinu. Aðgerðir sem bæta aðstæður og samkeppnishæfni lykilatvinnugreina eins og ferðaþjónustu munu því gagnast öllu samfélaginu.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar