Körfubolti

Risaskipti í NBA deildinni og Westbrook orðinn leikmaður Houston Rockets

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Russell Westbrook og James Harden.
Russell Westbrook og James Harden. Getty/Elsa

Sviptingarnar í NBA-deildinni í körfubolta í sumar hafa verið ótrúlega miklar og enn ein stóra breytingin varð í gær þegar Houston Rockets og Oklahoma City Thunder komu sér saman um að skipta á stjörnum sínum.

Russell Westbrook fer til Houston Rockets en Thunder fær í staðinn Chris Paul og tvo valrétti og tvo svokallaða skiptivalrétti. Valréttirnir sem Oklahoma City færi eru í fyrstu umferð 2024 og 2026.Oklahoma City Thunder vildi skipta á Russell Westbrook eftir að ljóst varð að liðið ætlaði að byggja upp nýtt framtíðarlið. Westbrook var orðaður við Miami Heat en sú skipti voru of allt of langsótt. Liðið getur síðan skipts á valréttum við Houston 2021 og 2025.

Westbrook er fjórum árum yngri en Chris Paul og verður nú liðsfélagi James Harden á nýjan leik. Þeir léku áður saman með Oklahoma City Thunder og það lið, með Kevin Durant þeim við hlið, fór alla leið í lokaúrslitin um NBA-titilinn. Harden og Westbrook er sagðir báðir mjög spenntir að fá tækifæri til að spila saman.

Það fylgir jafnframt sögunni að Oklahoma City Thunder mun reyna að finna nýtt lið fyrir Chris Paul. Chris Paul er orðinn 34 ára gamall og vill komast til lið sem gefur honum tækifæri á að vinna NBA-titilinn í fyrsta sinn á ferlinum. Hann er því ekki mjög spenntur fyrir því að eyða síðustu tímabilunum á ferlinum í eitthvað uppbyggingarstarf í Oklahoma City.Westbrook á fjögur ár eftir af samningi sínum og fær fyrir það 171 milljón dollara. Chris Paul á þrjú ár eftir af sínum samningi sem gefa hinum 124 milljónir dollara.
Russell Westbrook hefur verið með þrennu að meðaltali undanfarin þrjú tímabil en á síðasta tímabili var hann með 22,9 stig, 11,1 frákast og 10,7 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Chris Paul var aftur á móti með 15,6 stig, 8,2 stoðsendingar og 4,6 fráköst að meðaltali í leik en hann skoraði 17,0 stig að meðaltali í úrslitakeppninni.


NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.