Körfubolti

Bara 7 af 24 leikmönnum í Stjörnuleik NBA 2017 eru enn hjá sama liði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kevin Durant og Kawhi Leonard mættust í lokaúrslitum í ár en verða báðir hjá nýjum liðum á næstu leiktíð.
Kevin Durant og Kawhi Leonard mættust í lokaúrslitum í ár en verða báðir hjá nýjum liðum á næstu leiktíð. Getty/Steve Russell

Það eru bara liðin rúm tvö ár frá Stjörnuleik NBA-deildarinnar í körfubolta sem fór fram í New Orleans í Louisiana fylki 19. febúar 2017. Gríðarlegar sviptingar í NBA í sumar kom vel fram ef við skoðum félög stjörnuleikmanna deildarinnar þá og nú.

Nú síðast skiptu Houston Rockets og Oklahoma City Thunder á tveimur stjörnuleikmönnum í nótt og úr varð nýtt ofurtvíeyki í Houston.

NBA-greinandinn Steve Ilardi benti á magnaða staðreynd á Twitter. Aðeins 7 af 24 leikmönnum sem spiluðu í Stjörnuleik NBA árið 2017 eru enn hjá sama liði.Leikmennirnir sjö sem eru enn hjá sama liði og fyrir tveimur árum eru Stephen Curry, Klay Thompson og Draymond Green sem eru enn hjá Golden State Warriors, Giannis Antetokounmpo hjá     Milwaukee Bucks, James Harden hjá Houston Rockets, Kyle Lowry hjá Toronto Raptors og John Wall hjá Washington Wizards.

Hinir sautján hafa fundið sér nýtt lið á þessum þrjátíu mánuðum. Sumir hafa verið með lausan samning en öðrum hefur verið skipt á milli liða. Þetta eru ótrúlegar breytingar á heimilisfangi  bestu leikmanna NBA-deildarinnar á ekki lengri tíma.

Það sem meira er að margir leikmannanna hafa skipt oftar en einu sinni um lið á þessum tíma. Það eru menn eins og Kyrie Irving, Jimmy Butler, Isaiah Thomas, Paul George, Kawhi Leonard, DeMarcus Cousins, Carmelo Anthony og DeAndre Jordan.

Leikmenn í Stjörnuleiknum 2017 sem hafa breytt um lið:

Austurströndin:
Kyrie Irving, Cleveland Cavaliers til Brooklyn Nets
DeMar DeRozan, Toronto Raptors til San Antonio Spurs
LeBron James, Cleveland Cavaliers til Los Angeles Lakers
Jimmy Butler, Chicago Bulls til Miami Heat
Isaiah Thomas, Boston Celtics til Washington Wizards
Carmelo Anthony, New York Knicks - án liðs
Paul George, Indiana Pacers til Los Angeles Clippers
Kemba Walker, Charlotte Hornets til Boston Celtics
Paul Millsap, Atlanta Hawks til Denver Nuggets

Vesturströndin
Kevin Durant, Golden State Warriors til Brooklyn Nets
Kawhi Leonard, San Antonio Spurs til Los Angeles Clippers
Anthony Davis, New Orleans Pelicans til Los Angeles Lakers
Russell Westbrook, Oklahoma City Thunder til Houston Rockets
DeMarcus Cousins, Sacramento Kings til Los Angeles Lakers
Marc Gasol, Memphis Grizzlies til Toronto Raptors
DeAndre Jordan, Los Angeles Clippers til Brooklyn Nets
Gordon Hayward, Utah Jazz til Boston Celtics

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.