Körfubolti

„Coming to America“ útgáfa af nýju skónum hans Giannis

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Giannis Antetokounmpo sat í hástól þegar hann kynnti nýju skóna sína.
Giannis Antetokounmpo sat í hástól þegar hann kynnti nýju skóna sína. Getty/ Rodin Eckenroth

Giannis Antetokounmpo var kosinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar í körfubolta á síðasta tímabili og að sjálfsögðu er sá besti kominn með nýja skólínu hjá Nike. Þar á meðal er sérstök útgáfa tengd einni uppáhaldsmynd Giannis.

Giannis Antetokounmpo var magnaður með Milwaukee Bucks tímabilið 2018-19 en hann hélt áfram að bæta sinn leik og endaði með 27,7 stig, 12,5 fráköst og 5,9 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Eins og sjá má í þessari Twitter færslu hér fyrir neðan þá var ein útgáfan af Nike skóm Giannis Antetokounmpo gerð til heiðurs gamanmyndinni „Coming to America“ sem kom út árið 1988.Eddie Murphy átti hugmyndina af myndinni „Coming to America“ og lék einnig aðalhlutverkið og nokkur aukahlutverk til viðbótar.

„Coming to America“ er um moldríkan prins frá Afríkuríkinu Zamunda sem hefur ekki þurft að vinna eitt handtak á ævinni en tekur upp á því að fara til Bandaríkjanna til að upplifa það hvernig er að vera venjulegur vinnandi maður.

„Coming to America“ er ein af uppáhaldasmyndum Giannis Antetokounmpo en hann fæddist þó ekki fyrr en sex árum eftir að myndin kom í kvikmyndahús út um allan heim. Giannis Antetokounmpo er grískur og fæddist í Aþenu en foreldrar hans komu til Grikklands frá Nígeríu.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.