Innlent

Hafa lagt hald á 13 kíló af amfetamíni á tveimur mánuðum

Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar
Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Mynd/Stöð 2
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lagt hald á rúm 13 kíló af amfetamíni í tveimur umfangsmiklum málum síðustu tvo mánuði. Lögreglan hefur sterkan grun um að töluvert magn fíkniefna sé framleitt hér á landi.

Síðustu mánuði hafa fregnir borist af því að lögreglan hafi lagt hald á töluvert af sterkum fíkniefnum sem áttu að fara í sölu hér á landi. Í fréttum okkar í gær sögðum við frá því að þrír eru í gæsluvarðhaldi eftir að lögreglan á Suðurnesjum lagði hald á tvö kíló af metamfetamíni sem smyglað var til landsins. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segist þröngan hóp neita þeirra efna og lítið af því á götunni.

„Metamfetamín er sterkara heldur en amfetamín til dæmis. Fer mun verr með neytandann. Ég held að þetta sé mjög þröngur hópur sem við erum að sjá í dag sem er að neita þessa metamfetamíns,“ segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Sterkur grunur leikur á að töluvert magn fíkniefna sé framleitt hér á landi. Starfssemin sé orðin umfangsmikil.Vísir/vilhelm
Hann telur að sterkari efni séu á markaðnum nú en áður og hefur lögreglan sterkan grun um að töluvert sé framleitt af efnum hér á landi. Tengist það tveimur málum frá því í júní. Þrír voru í gæsluvarðandi vegna skipulagðrar brotastarfsemi, um miðjan júní, og var þá lagt hald á þrjú kíló af amfetamíni, 90 grömm af kókaíni og 100 e- töflur. 

Í hinu málinu voru fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald við rannsókn á umfangsmikilli framleiðslu á hörðum fíkniefnum en ekki kom fram þá um hvaða magn var að ræða.

„Þetta er orðið fyrir okkur meiri vinna og erfiðara að finna þetta. Þetta er meira skipulagt en áður. Þá höfum við verið að taka núna, síðustu tvo mánuði, eitthvað um þrettán kíló af amfetamíni, sem að er missterkt,“ segir hann.

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×