Innlent

Búið að fela sér­fræðingi að gera laga­breytinga­til­lögur um stór­tæk jarða­kaup

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/vilhelm
Katrín Jakobsdóttir segir breiðan pólitískan vilja hér á landi til að herða löggjöf um jarðakaup auðmanna á Íslandi. Ekki eigi að líta á jarðir eins og annars konar vöru eða þjónustu og að landkaup séu nátengd fullveldisrétti Íslendinga. Um málið var fjallað í kvöldfréttum RÚV.

„Ég tel að við höfum miklu meiri möguleika til að setja skýrari ramma um þessi mál en við höfum gert hingað til og við eigum að vera mjög meðvituð um að það land og þau hlunnindi sem því fylgja tengjast fullveldisrétti okkar Íslendinga.“

Katrín segir að hún sé búin að fela sérfræðingi það verkefni að gera tillögur að lagabreytingum sem muni vera lögð fyrir Alþingi næsta vetur en undanfarið ár hefur starfshópur unnið að skýrslu um málið.

Í vikunni var greint frá því að Jim Ratcliffe, breskur auðmaður, hafi fest kaup á land í Þistilfirði en hann hefur keypt fjölda jarða í Þistilfirði og Vopnafirði og eftir þessi síðustu kaup eiga félög í hans eigu meirihluta veiðiréttar í Hafralónsá en hún er vinsæl laxveiðiá í Þistilfirði.

Katrín segir að gera þurfi strangari ramma um þessi mál hér á landi eins og hægt sé að sjá víða í nágrannalöndum okkar

Ekki náðist í Katrínu við vinnslu þessarar fréttar.


Tengdar fréttir

Segir að höfuðtilgangur Ratcliffe sé verndun villta laxastofnsins

Framkvæmdastjóri veiðiklúbbsins Strengs í Vopnafirði segir að höfuðtilgangur Jim Ratcliffe, með kaupum á jörðum og veiðiréttindum í Vopnafirði, sé verndun villta laxastofnsins. Með kaupum á Streng nær Ratcliffe yfirráðum yfir tveimur eftirsóttustu laxveiðiám landsins, Selá og Hofsá, í Vopnafirði.

Leiktækin hans Ratcliffes

Sir Jim Ratcliffe, John Harald Orneberg og Rudolf Lamprecht eru meðal þeirra sem hafa verið að kaupa upp jarðir hér á landi. Fréttablaðið skoðaði leiktæki þess ríkasta, Ratcliffes, en hann er ríkasti maður Breta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×