Golf

Rory McIlroy með snjókarl á fyrstu holu á Opna breska

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rory McIlroy var í miklum vandræðum á fyrstu holu.
Rory McIlroy var í miklum vandræðum á fyrstu holu. Getty/Andrew Redington

Norður-Írski kylfingurinn Rory McIlroy var búinn að bíða lengi eftir Opna breska meistaramótinu í golfi í ár en gerði nánast út um sigurvonir sínar á fyrstu holu.

Opna breska meistaramótið hófst á Royal Portrush í morgun og fer að þessu sinni fram á á Norður-Írlandi. Þetta er í fyrsta sinn í 68 ár sem risamót fer fram á Norður-Írlandi og fyrsta og væntanlega eina skiptið sem McIlroy fær að keppa á heimavelli.

Rory McIlroy ólst upp aðeins 100 kílómetrum frá Royal Portrush golfvellinum og setti vallarmet á vellinum þegar hann var aðeins sextán ára gamall.McIlroy gat hins vegar ekki byrjað verr því hann lenti í miklum ógöngum á fyrstu holu þar sem hann tapaði fjórum höggum.

McIlroy kláraði fyrstu holuna á átta höggum og fékk svokallaðan snjómann á skorkortið sitt.Hann var í framhaldinu kominn fimm höggum yfir par eftir aðeins þrjár holur og það gæti verið mjög erfitt fyrir hann að ná niðurskurðinum hvað þá að berjast um sigurinn á mótinu.

Tengdar fréttir

Phil Mickelson búinn að létta sig um sex kíló á einni viku

Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson verður meðal keppanda á 148. Opna breska meistaramótinu í golfi sem hefst á fimmtudaginn. Það hefur ekki gengið vel hjá Mickelson að undanförnu og hann fór í róttækar aðgerðir fyrir síðasta risamót ársins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.