Golf

Tiger meðal síðustu manna út á Opna breska

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Tiger Woods er kominn til Norður-Írlands og byrjaður að æfa sig í brautinni
Tiger Woods er kominn til Norður-Írlands og byrjaður að æfa sig í brautinni vísir/getty

Tiger Woods verður á meðal síðustu manna til þess að leggja af stað á fyrsta hring Opna breska risamótsins í golfi sem hefst á fimmtudaginn.

Woods hefur þrisvar sinnum á ferlinum staðið uppi sem sigurvegari á þessu elsta risamóti karlagolfsins, síðast árið 2006. Mótið í ár fer fram á Royal Portrush vellinum á Norður-Írlandi, en Tiger hefur aldrei spilað á þeim velli áður. Þetta er aðeins í annða skipti sem Opna breska fer fram á vellinum, fyrra skiptið var árið 1951.

Tiger kemur þó inn í þetta mót líklegri til árangurs en síðustu ár þar sem hann vann Masters risamótið fyrr í ár.

Hann hefur leik klukkan 14:10 að íslenskum tíma og spilar með þeim Matthew Wallace og Patrick Reed.

Opnunarhögg mótsins í ár fellur í hendur Darren Clarke, Norður-Íra sem á einn risatitil á ferlinum, sigur á Opna breska árið 2011. Hann fer fyrstur á teig klukkan 5:35 að íslenskum tíma að morgni fimmtudags.

Heimamaðurinn Rory McIlroy er talinn einn af sigurstranglegustu kylfingunum í ár en hann fer nokkuð snemma af stað. Hann byrjar leik rétt eftir klukkan 9 fyrir hádegi að íslenskum tíma.

Gary Woodland, sigurvegarinn frá Opna bandaríska frá því í júní, leikur með McIlroy á fyrsta hring sem og Englendingurinn Paul Casey.

Allan ráslista fyrsta hrings má sjá hér.

Fylgst verður vel með mótinu á Stöð 2 Golf og hefst útsending frá fyrsta degi strax klukkan 5:30 að morgni fimmtudags.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.