Golf

Hola í höggi á Opna breska í fyrsta skipti í þrjú ár │Myndband

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Grillo er ekki mjög þekkt nafn í golfheiminum en hann náði aðeins að koma sér í sviðsljósið með glæsilegri holu í höggi
Grillo er ekki mjög þekkt nafn í golfheiminum en hann náði aðeins að koma sér í sviðsljósið með glæsilegri holu í höggi vísir/getty

Fyrsti dagur Opna breska risamótsins hófst í dag og var ekki langt þar til draga fór til tíðinda og fyrsta holan í höggi sá dagsins ljós snemma dags.

Emiliano Grillo, argentínskur kylfingur sem hefur aðeins einu sinni unnið mót á PGA mótaröðinni, fór holu í höggi á 13. holu Royal Portrush vallarins í morgun.

Þetta er í fyrsta skipti sem kylfingur fer holu í höggi á Opna breska risamótinu síðan 2016.
Höggið kom Grillo á par vallarins og er hann eins og er jafn í 30. sæti. Efstu menn eru á þremur höggum undir pari þegar þetta er skrifað.

Bein útsending frá mótinu er í gangi á Stöð 2 Golf og verður fylgst vel með mótinu alla helgina.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.