Golf

Hola í höggi á Opna breska í fyrsta skipti í þrjú ár │Myndband

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Grillo er ekki mjög þekkt nafn í golfheiminum en hann náði aðeins að koma sér í sviðsljósið með glæsilegri holu í höggi
Grillo er ekki mjög þekkt nafn í golfheiminum en hann náði aðeins að koma sér í sviðsljósið með glæsilegri holu í höggi vísir/getty
Fyrsti dagur Opna breska risamótsins hófst í dag og var ekki langt þar til draga fór til tíðinda og fyrsta holan í höggi sá dagsins ljós snemma dags.

Emiliano Grillo, argentínskur kylfingur sem hefur aðeins einu sinni unnið mót á PGA mótaröðinni, fór holu í höggi á 13. holu Royal Portrush vallarins í morgun.

Þetta er í fyrsta skipti sem kylfingur fer holu í höggi á Opna breska risamótinu síðan 2016.





Höggið kom Grillo á par vallarins og er hann eins og er jafn í 30. sæti. Efstu menn eru á þremur höggum undir pari þegar þetta er skrifað.

Bein útsending frá mótinu er í gangi á Stöð 2 Golf og verður fylgst vel með mótinu alla helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×