Golf

Í fyrsta sinn sem Tiger og Mickelson missa báðir af niðurskurðinum á sama risamóti

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tiger og Michelson hafa samtals fimm sinnum unnið Opna breska.
Tiger og Michelson hafa samtals fimm sinnum unnið Opna breska. vísir/getty

Bandaríkjamennirnir Tiger Woods og Phil Mickelson verða ekki með um helgina á Opna breska meistaramótinu í golfi.

Þeim mistókst að komast í gegnum niðurskurðinn. Þetta er 83. risamótið sem þeir taka þátt í saman og það fyrsta þar sem hvorugur þeirra kemst í gegnum niðurskurðinn.


Bæði Woods og Michelson voru í erfiðri stöðu eftir fyrsta hringinn. Woods lék hann á sjö höggum yfir pari og Mickelson á fimm höggum yfir pari.

Woods náði sér betur á strik í gær og lék á einu höggi undir pari. Það dugði skammt því niðurskurðinn miðaðist við eitt högg yfir pari.

Mickelson lék á þremur höggum yfir pari í gær og lauk leik á samtals átta höggum yfir pari.

Woods hefur þrisvar sinnum unnið Opna breska (2000, 2005 og 2006) og Mickelson einu sinni (2013).


Tengdar fréttir

Tiger úr leik á Opna breska

Tiger Woods er úr leik á Opna breska risamótinu í golfi. Hann náði sér alls ekki á strik á Royal Portrush vellinum í Norður-Írlandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.