Golf

Holmes með forystu eftir fyrsta hringinn á Opna breska

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Holmes fékk skolla á fyrstu holu en engan eftir það.
Holmes fékk skolla á fyrstu holu en engan eftir það. vísir/getty

Bandaríkjamaðurinn JB Holmes er með forystu eftir fyrsta hringinn á Opna breska meistaramótinu í golfi. Leikið er á Royal Portrush vellinum á Norður-Írlandi.

Holmes, sem hefur aldrei unnið risamót á ferlinum, lék fyrsta hringinn á fimm höggum undir pari. Hann er með eins höggs forystu á Írann Shane Lowry.

Holmes fékk skolla á fyrstu holunni en gerði ekki fleiri mistök á hringnum og fékk alls sex fugla.


Spánverjinn Jon Rahm var um tíma með forystuna en fór illa að ráði sínu á síðustu fjórum holunum þar sem hann fékk tvo skolla.

Rahm er í 3. sæti á þremur höggum undir pari ásamt 13 öðrum kylfingum. Þeirra á meðal er Bandaríkjamaðurinn Brooks Koepka sem situr á toppi heimslistans.

Sigurvegarinn frá því í fyrra, Ítalinn Francesco Molinari, er í 95. sæti á þremur höggum yfir pari.

Margir stórlaxar náðu sér ekki á strik í dag. Phil Mickelson er á fimm höggum yfir pari og Tiger Woods lék á sjö höggum yfir pari og er á meðal neðstu manna. Heimamaðurinn Rory McIlroy átti afar erfiðan dag og lék á átta höggum yfir pari.

David Duval, sem vann Opna breska fyrir 18 árum, er neðstur en hann lék hringinn í dag á 20 höggum yfir pari. Duval þurfti 13 högg til að klára sjöundu holuna sem er par fimm hola.

Argentínumaðurinn Emiliano Grillo gleymir deginum í dag ekki í bráð en hann fór holu í höggi á 13. holu.

Bein útsending frá öðrum hring Opna breska hefst klukkan 05:30 á Stöð 2 Golf í fyrramálið.Tengdar fréttir

Fór par fimm holu á 13 höggum á Opna breska

David Duval var einu sinni efsti maður heimslistans í golfi og hann vann Opna breska risamótið árið 2001. Hann er enn í fullu fjöri en það eru þó litlar líkur á að hann bæti öðrum titli af Opna breska við safnið um helgina.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.