Handbolti

Óvænt hetja Selfyssinga framlengir samning sinn við Íslandsmeistarana

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sölvi Ólafsson fyrir framan Hleðsluhöll þeirra Selfyssinga.
Sölvi Ólafsson fyrir framan Hleðsluhöll þeirra Selfyssinga. Mynd/Handknattleiksdeild Selfoss

Sölvi Ólafsson sló í gegn í úrslitakeppni Olís deildar karla í handbolta á nýloknu tímabil og átti mikinn þátt í því að Selfoss varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn.

Sölvi Ólafsson hefur nú framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Selfoss til tveggja ára.

Það var mikið talað um að markvarslan væri akkilesarhæll Selfossliðsins en þegar á reyndi í stærstu leikjum tímabilsins þá kom Sölvi oft mjög sterkur inn.

„Sölvi hlaut sitt handboltalega uppeldi á Selfossi þar sem hann lék sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 2012. Hann fór svo aðeins að skoða heiminn þegar hann gekk í Aftureldingu árið 2015. Sumarið 2017 kom Sölvi svo aftur heim á Selfoss þar sem hann hefur spilað síðan. Við fögnum því að Sölvi haldi sinni vegferð áfram á Selfossi,“ segir í fréttatilkynningu frá Selfyssingum.

Sölvi Ólafsson varð 9,4 skot í leik í úrslitakeppninni og 32,4 prósent skota sem á hann komu. Hann varði líka 27,3 prósent víta sem hann reyndi við.

Þetta eru mun hærri tölur en í deildarkeppninni þar sem Sölvi varði 4,7 skot í leik og 30,9 prósent skota og 10,5 prósent víta sem hann reyndi við.

Það skipti gríðarlega miklu máli fyrir Selfossliðið að fá Sölva svona sterkan inn í úrslitakeppnina þar sem Selfossliðið vann átta af níu leikjum sínum.


Tengdar fréttir

Okkur tókst að brjóta múrinn

Selfyssingar eru Íslandsmeistarar í fyrsta sinn í sögu félagsins og var fagnað fram eftir nóttu á Selfossi, 27 árum eftir að Selfoss lék síðast til úrslita og þurfti að horfa á eftir titlinum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.