Okkur tókst að brjóta múrinn Kristinn Páll Teitsson skrifar 24. maí 2019 06:30 Sigurhátíðin hófst við pulsubarinn og stóðu fagnaðarlætin fram á nótt. Nokkur fyrirtæki á Selfossi veittu frí fyrir hádegi daginn eftir. Fréttablaðið/ernir „Þetta var í raun besti leikur okkar í úrslitakeppninni, það small gjörsamlega allt hjá okkur. Sverrir var frábær í vörninni og í markinu átti Sölvi frábæran dag. Sóknarlega var Elvar magnaður og það komu allir með eitthvað,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Íslandsmeistara Selfoss, eftir að hafa stýrt liðinu til sigurs í úrslitum Olís-deildar karla gegn Haukum. „Liðið sem fór í úrslitin 1992 var frábært og gerði frábæra hluti en okkur tókst að brjóta múrinn og skrifa nafn Selfoss í sögubækurnar,“ sagði Patrekur um afrekið. Þetta var fyrsti Íslandsmeistaratitill félagsins á kvöldi þar sem allt gekk upp sem Selfyssingar ætluðu sér. Þetta var kvöldið þeirra og mátti sjá á fagnaðarlátunum eftir leik gleðina skína úr augum hvers manns sem var mættur. Fagnaðarlætin lifðu fram á nótt og héldu áfram í gær þegar Selfyssingar heimsóttu fyrirtæki og skóla í bænum með bikarinn, líka þau fyrirtæki sem gáfu frí fyrir hádegi til að fagna Íslandsmeistaratitlinum. „Maður heyrði af einhverjum fyrirtækjum sem gáfu frí fyrir hádegi, það var alveg tilefni til þess að fagna og við fögnuðum þessu eitthvað fram á nótt. Fólk er búið að bíða eftir þessu í langan tíma, maður fékk að heyra í fólki sem mundi vel eftir þeim leik,“ sagði Sverrir Pálsson, akkerið í vörn Selfyssinga og lykilmaður í leiknum léttur. Atli Ævar Ingólfsson hafði það á orði við Fréttablaðið að leikmenn Hauka hefðu verið eins og kálfar í örmum Sverris sem er bóndasonur og því ýmsu vanur. „Jú, jú, maður hefur dregið nokkra kálfa út það er kannski eitthvað til í því,“ sagði hann hlæjandi þegar undirritaður bar þessi orð undir hann. Birtist í Fréttablaðinu Olís-deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Sport „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Sjá meira
„Þetta var í raun besti leikur okkar í úrslitakeppninni, það small gjörsamlega allt hjá okkur. Sverrir var frábær í vörninni og í markinu átti Sölvi frábæran dag. Sóknarlega var Elvar magnaður og það komu allir með eitthvað,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Íslandsmeistara Selfoss, eftir að hafa stýrt liðinu til sigurs í úrslitum Olís-deildar karla gegn Haukum. „Liðið sem fór í úrslitin 1992 var frábært og gerði frábæra hluti en okkur tókst að brjóta múrinn og skrifa nafn Selfoss í sögubækurnar,“ sagði Patrekur um afrekið. Þetta var fyrsti Íslandsmeistaratitill félagsins á kvöldi þar sem allt gekk upp sem Selfyssingar ætluðu sér. Þetta var kvöldið þeirra og mátti sjá á fagnaðarlátunum eftir leik gleðina skína úr augum hvers manns sem var mættur. Fagnaðarlætin lifðu fram á nótt og héldu áfram í gær þegar Selfyssingar heimsóttu fyrirtæki og skóla í bænum með bikarinn, líka þau fyrirtæki sem gáfu frí fyrir hádegi til að fagna Íslandsmeistaratitlinum. „Maður heyrði af einhverjum fyrirtækjum sem gáfu frí fyrir hádegi, það var alveg tilefni til þess að fagna og við fögnuðum þessu eitthvað fram á nótt. Fólk er búið að bíða eftir þessu í langan tíma, maður fékk að heyra í fólki sem mundi vel eftir þeim leik,“ sagði Sverrir Pálsson, akkerið í vörn Selfyssinga og lykilmaður í leiknum léttur. Atli Ævar Ingólfsson hafði það á orði við Fréttablaðið að leikmenn Hauka hefðu verið eins og kálfar í örmum Sverris sem er bóndasonur og því ýmsu vanur. „Jú, jú, maður hefur dregið nokkra kálfa út það er kannski eitthvað til í því,“ sagði hann hlæjandi þegar undirritaður bar þessi orð undir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Olís-deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Sport „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Sjá meira