Handbolti

Henry Birgir stýrir Seinni bylgjunni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Henry Birgir stendur vaktina í settinu í vetur.
Henry Birgir stendur vaktina í settinu í vetur. Vísir/Vilhelm

Henry Birgir Gunnarsson, íþróttafréttamaður hjá íþróttadeild Stöðvar 2 Sports og Vísis, verður nýr þáttastjórnandi Seinni bylgjunnar í vetur. Henry tekur við hlutverkinu af Tómasi Þór Þórðarsyni.

Sveinn Benedikt Rögnvaldsson verður framleiðandi þáttarins en hann hefur, eins og Henry, tæplega 20 ára reynslu af umfjöllun um íþróttir hjá Stöð 2 Sport og forverum stöðvarinnar.

Henry Birgir hefur mikla reynslu af umfjöllun um handbolta, bæði í efstu deildum hér innanlands en einnig hefur hann fylgt eftir íslenska karlalandsliðinu í handbolta á fjölda stórmóta síðustu 15 árin.

Sérfræðingateymi þáttarins verður kynnt síðar en nýtt tímabil í Olísdeild karla hefst 8. september. Olísdeild kvenna hefst 14. september.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.