Handbolti

Strákarnir tóku bronsið og áttu besta varnarmann mótsins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Á myndinni má sjá Benedikt Gunnar Óskarsson, Kristófer Mána Jónasson, Arnór Viðarsson og Magnús Gunnar Karlsson.
Á myndinni má sjá Benedikt Gunnar Óskarsson, Kristófer Mána Jónasson, Arnór Viðarsson og Magnús Gunnar Karlsson. VÍSIR/mynd/hsí

Íslenska U17 ára landsliðið náði í bronsverðlaunin á European Open sem fór fram í Gautaborg í vikunni.

Í leiknum um þriðja sætið höfðu strákarnir betur gegn Hvíta-Rússlandi í spennuþrungnum leik. Strákarnir höfðu betur með einu marki, 30-29.

Frábær árangur hjá strákunum en Tryggvi Þórisson, leikmaður íslenska liðsins, var valinn besti varnarmaður mótsins.

Færeyingar komu öllum að óvörum og unnu mótið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.