Að selja landið Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 6. júlí 2019 08:00 Við lifum á tímum þar sem það blasir við hverjum sem sjá vill að mannkynið hefur gengið illa um náttúruna. Í græðgislegri þörf sinni fyrir velmegun hefur það mengað umhverfi sitt, jafnvel svo mjög að lífi á jörðinni stafar hætta af. Þannig er gríðarlegur fjöldi dýrategunda og plantna í útrýmingarhættu vegna kæruleysis mannsins og mörgum hefur nú þegar verið eytt. Æ fleiri viðurkenna þessa nöturlegu staðreynd og gerast talsmenn náttúruverndar í þeirri vissu að náttúran sé ómetanleg auðlind sem verði að vernda. Um leið líta aðrir þessar sömu auðlindir og fara í hrifningarvímu þegar þeir uppgötva að þar sé hægt að virkja og græða peninga, jafnvel heilmikið af þeim. Hvalárvirkjun á Ströndum er dæmi um þetta. Þar stendur til að fremja skelfilegt skemmdarverk á náttúrunni í von um að einhverjir geti grætt peninga. Þeir sem hafa litið þetta svæði augum og hafa einhverja tilfinningu fyrir náttúrufegurð hljóta að fyllast skelfingu við þá tilhugsun að þetta ægifagra svæði verði eyðilagt. Reyndar þarf fólk ekki að mæta á svæðið til að átta sig á náttúrufegurðinni sem þarna blasir við. Við lifum á tækniöld og ljósmyndir og fréttamyndir sýna greinilega hvað þarna er í húfi. Náttúruperlur eru svo sannarlega þess virði að fyrir þeim sé barist. Virkjanasinnar láta oft eins og náttúruverndarsinnar séu draumórafólk af höfuðborgarsvæðinu sem hafi ekki hundsvit á atvinnuuppbyggingu úti á landi. Það hentar málstað þeirra vel að draga upp slíka mynd og gera um leið lítið úr þeim sem búa á því svæði og skynja og skilja þá óendanlegu dýrð sem býr í náttúrunni. En auðvitað eru náttúruverndarsinnar um allt land og stefna að sama markmiði: verndun náttúruperla. Það mun verða íslenskri þjóð til eilífðarvansa ef hún situr aðgerðarlaus hjá meðan stórbrotin náttúra á Ströndum verður virkjun að bráð. Of fáir berjast gegn ákvörðun sem einkennist af slíku dómgreindarleysi að engu er líkara en hún hafi verið tekin í óráði. Hún er allavega mikil tímaskekkja á því herrans ári 2019 þegar æ fleiri einstaklingar gera sér grein fyrir mikilvægi þess að standa vörð um náttúruna um leið og þeir leita til hennar, finna þar frið og öðlast endurnýjaðan kraft um leið og þeir dást að henni. „En þú átt að muna alla tilveruna, að þetta land á þig,“ segir hið góða skáld Guðmundur Böðvarsson í ljóði sínu Fylgd. (Nokkuð er síðan Guðmundur lést, en þar sem afburða skáldskapur er eilífur eru afburða skáld það líka og því er hér talað um Guðmund í nútíð.) Í ljóðinu bætir skáldið við þessari mikilvægu áminningu: „Þú mátt aldrei selja það úr hendi þér.“ Náttúruverndarsinnar um allt land þurfa nú að sameinast í baráttu fyrir hinni stórbrotnu náttúru á Ströndum og voldugu fossunum sem þar eru en munu að mestu þurrkast upp verði af virkjanaframkvæmdum. Staðreynd sem sumir eiga auðvelt með að leiða hjá sér, enda blindaðir af gróðavon. Íslendingar eiga að vernda náttúru sína en ekki selja hana úr hendi sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Umhverfismál Mest lesið Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Við lifum á tímum þar sem það blasir við hverjum sem sjá vill að mannkynið hefur gengið illa um náttúruna. Í græðgislegri þörf sinni fyrir velmegun hefur það mengað umhverfi sitt, jafnvel svo mjög að lífi á jörðinni stafar hætta af. Þannig er gríðarlegur fjöldi dýrategunda og plantna í útrýmingarhættu vegna kæruleysis mannsins og mörgum hefur nú þegar verið eytt. Æ fleiri viðurkenna þessa nöturlegu staðreynd og gerast talsmenn náttúruverndar í þeirri vissu að náttúran sé ómetanleg auðlind sem verði að vernda. Um leið líta aðrir þessar sömu auðlindir og fara í hrifningarvímu þegar þeir uppgötva að þar sé hægt að virkja og græða peninga, jafnvel heilmikið af þeim. Hvalárvirkjun á Ströndum er dæmi um þetta. Þar stendur til að fremja skelfilegt skemmdarverk á náttúrunni í von um að einhverjir geti grætt peninga. Þeir sem hafa litið þetta svæði augum og hafa einhverja tilfinningu fyrir náttúrufegurð hljóta að fyllast skelfingu við þá tilhugsun að þetta ægifagra svæði verði eyðilagt. Reyndar þarf fólk ekki að mæta á svæðið til að átta sig á náttúrufegurðinni sem þarna blasir við. Við lifum á tækniöld og ljósmyndir og fréttamyndir sýna greinilega hvað þarna er í húfi. Náttúruperlur eru svo sannarlega þess virði að fyrir þeim sé barist. Virkjanasinnar láta oft eins og náttúruverndarsinnar séu draumórafólk af höfuðborgarsvæðinu sem hafi ekki hundsvit á atvinnuuppbyggingu úti á landi. Það hentar málstað þeirra vel að draga upp slíka mynd og gera um leið lítið úr þeim sem búa á því svæði og skynja og skilja þá óendanlegu dýrð sem býr í náttúrunni. En auðvitað eru náttúruverndarsinnar um allt land og stefna að sama markmiði: verndun náttúruperla. Það mun verða íslenskri þjóð til eilífðarvansa ef hún situr aðgerðarlaus hjá meðan stórbrotin náttúra á Ströndum verður virkjun að bráð. Of fáir berjast gegn ákvörðun sem einkennist af slíku dómgreindarleysi að engu er líkara en hún hafi verið tekin í óráði. Hún er allavega mikil tímaskekkja á því herrans ári 2019 þegar æ fleiri einstaklingar gera sér grein fyrir mikilvægi þess að standa vörð um náttúruna um leið og þeir leita til hennar, finna þar frið og öðlast endurnýjaðan kraft um leið og þeir dást að henni. „En þú átt að muna alla tilveruna, að þetta land á þig,“ segir hið góða skáld Guðmundur Böðvarsson í ljóði sínu Fylgd. (Nokkuð er síðan Guðmundur lést, en þar sem afburða skáldskapur er eilífur eru afburða skáld það líka og því er hér talað um Guðmund í nútíð.) Í ljóðinu bætir skáldið við þessari mikilvægu áminningu: „Þú mátt aldrei selja það úr hendi þér.“ Náttúruverndarsinnar um allt land þurfa nú að sameinast í baráttu fyrir hinni stórbrotnu náttúru á Ströndum og voldugu fossunum sem þar eru en munu að mestu þurrkast upp verði af virkjanaframkvæmdum. Staðreynd sem sumir eiga auðvelt með að leiða hjá sér, enda blindaðir af gróðavon. Íslendingar eiga að vernda náttúru sína en ekki selja hana úr hendi sér.
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar