Golf

Þrír efstir og jafnir fyrir lokahringinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Wolff fór upp um 34 sæti í gær.
Wolff fór upp um 34 sæti í gær. vísir/getty

Þrír kylfingar eru efstir og jafnir fyrir lokahringinn á 3M Open mótinu í golfi. Mótið er hluti af PGA-mótaröðinni og fer fram í Blaine í Minnesota.

Bandaríkjamaðurinn Matthew Wolff lék manna best á þriðja hringnum, á níu höggum undir pari, og fór upp um 34 sæti og er jafn löndum sínum Collin Morikawa og Bryson DeChambeau í efsta sæti mótsins á 15 höggum undir pari.

Morikawa lék á sjö höggum undir pari í gær og fór upp um tíu sæti. DeChambeau, sem var með forystu eftir fyrstu tvo hringina, átti sinn lakasta hring í gær og lék hann á einu höggi undir pari.

Adam Hadwin frá Kanada, sem var í 2. sæti eftir fyrstu tvo hringina, er í 4. sæti á 14 höggum undir pari ásamt Bandaríkjamanninum Wyndham Clark. Sá lék á sjö höggum undir pari í gær og fór upp um 19 sæti.

Brooks Koepka, efsti maður heimslistans, átti sinn besta hring til þessa í gær, lék á fjórum höggum undir pari og er samtals á sjö höggum undir pari. Hann er í 47. sæti, átta höggum á eftir efstu mönnum.

Bein útsending frá fjórða og síðasta hring 3M Open hefst klukkan 17:00 á Stöð 2 Golf.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.