Golf

DeChambeau upp um átta sæti og á toppinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
DeChambeau lék manna best á öðrum hringnum á 3M Open.
DeChambeau lék manna best á öðrum hringnum á 3M Open. vísir/getty

Bandaríkjamaðurinn Bryson DeChambeau er með tveggja högga forystu eftir fyrstu tvo hringina á 3M Open sem er hluti af PGA-mótaröðinni í golfi. Leikið er í Blaine í Minnesota.

DeChambeau lék manna best á öðrum hringnum, á níu höggum undir pari, og fór upp úr 9. sætinu og í það fyrsta.

Hann er samtals á 14 höggum undir pari, tveimur höggum á undan Kandamanninum Adam Hadwin sem lék annan hringinn á fimm höggum undir pari.

Scott Piercy frá Bandaríkjunum, sem var með forystu eftir fyrsta hringinn, er í 3. sæti ásamt löndum sínum, Sam Saunders, Brian Herman og Sam Burns. Þeir eru allir á tíu höggum undir pari.

Brooks Koepka, efsti maður heimslistans, er í 70. sæti á þremur höggum undir pari líkt og Ástralinn Jason Day en þeir rétt sluppu í gegnum niðurskurðinn. Það gerði Phil Mickelson hins vegar ekki.

Bein útsending frá þriðja hring 3M Open hefst á Stöð 2 Golf klukkan 17:00.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.