Golf

Örn á síðustu holunni tryggði tvítugum Bandaríkjamanni fyrsta sigurinn á PGA

Anton Ingi Leifsson skrifar
Wolff eftir púttið rosalega.
Wolff eftir púttið rosalega. vísir/getty

Örn hins tvítuga Bandaríkjamanns, Matthew Wolff, á síðustu holunni á fjórða hringnum á opna 3M-mótinu á PGA-mótaröðinni tryggði honum sinn fyrsta risatitil á ævinni.

Spennan var rosaleg á fjórða og síðasta hringnum í dag en eins og má sjá á myndinni hér fyrir neðan var alls ekki ljóst hver myndi ná í gullið. Tíu kylfingar voru í baráttuni og munaði aðeins einu höggi á fyrstu tíu.

Matthew Wolff fór hins vegar á kostu á síðari níu holunum í dag sem gerði það að verkum að hann endaði einu höggi á undan þeim Collin Morikawa og Bryson DeChambeau eftir ótrúlegan síðasta hring.

Þetta var fyrsti sigur Matthew en þetta var einungis hans þriðja risamót. Ótrúlegar stáltaugar sem hann sýndi á lokaholunum á eins stóru sviði og í dag.

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.