Viðskipti innlent

Ríkissjóður fær tíu milljarða við sölu Arion banka

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Kaupþing og Taconic eiga samanlagt 36 prósent í Arion.
Kaupþing og Taconic eiga samanlagt 36 prósent í Arion. Fréttablaðið/Eyþór
Kaupskil, félag í eigu Kaupþings, hefur lokið sölu á öllu hlutafé sínu í Arion banka, eða 20 prósent eignarhlut í bankanum. Söluverð var 27,4 milljarðar króna, eða 75 og hálf króna á hlut, að því er segir í tilkynningu frá Kaupþingi, og voru kaupendur innlendir og erlendir fjárfestar.

Heimildir Fréttablaðsins herma að vogunarsjóðurinn Taconic Capital kaupi rúmlega helminginn af bréfunum en fyrir átti sjóðurinn 16 prósent hlut í bankanum.

Rétt tæplega tíu milljarðar króna af andvirði sölunnar renna til ríkissjóðs. Komist var að bindandi samkomulagi um kaupin þann 1. júlí síðastliðinn en haft er eftir Paul Copley forstjóra Kaupþings í tilkynningu að kaupin séu mikilvægt skref í átt að endanlegum slitum félagsins.


Tengdar fréttir

Taconic að auka hlut sinn í Arion um helming

Bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital, sem fer núna með sextán prósenta hlut í Arion banka, mun kaupa tæplega helminginn af tuttugu prósenta hlut Kaupþings í bankanum en eignarhaldsfélagið er nú að ganga frá sölu á öllum bréfum sínum í Arion banka, líklega strax í þessari viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×