Viðskipti innlent

Kaup­þing sel­ur all­an hlut sinn í Ari­on bank­a

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Attestor heldur áfram að minnka við sig í Arion.
Attestor heldur áfram að minnka við sig í Arion. Fréttablaðið/Eyþór

Kaupþing vinnur nú að sölu á þeim 20% hlut sem félagið á í Arion banka. Andvirði hlutarins er talið vera í kring um 28 milljarða króna. Kaupendur hlutarins eru taldir vera fagfjárfestar og núverandi hluthafar í Arion banka.

Viðskiptablaðið greindi fyrst frá þessu en í frétt þess um málið kemur fram að aðilar að viðskiptunum vonist til þess að kaupin verði frágengin á næstu dögum.

Kaupþing hefur lengst af átt stóran hlut í Arion banka frá endurreisn bankans eftir bankahrunið 2009. Um lengstan tíma átti Kaupþing 87 prósenta hlut í bankanum en ríkið hin 13 prósentin. Þá keypti Kaupþing þann hlut sem ríkið átti í Arion banka í febrúar á síðasta ári.

Síðan þá hefur Kaupþing unnið markvisst að því að selja hluti í bankanum, nú síðast með sölu á 15% hlut í Arion banka fyrir rúma 20 milljarða í mars á þessu ári.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
3,27
21
451.148
EIM
3,11
16
126.639
SIMINN
1,32
11
407.136
VIS
1,23
2
17.490
SKEL
1,12
10
157.458

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
-1,47
11
135.730
ICESEA
-0,7
1
5.247
MAREL
-0,51
7
42.442
ICEAIR
-0,41
7
4.404
ORIGO
0
7
56.197
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.