Stjórn félags grunnskólakennara dregur lappirnar Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar 30. júní 2019 15:32 Fyrir um viku féll refsidómur í Héraðsdómi Reykjavíkur um skattalagabrot. Allir geta misstigið sig en því miður var formaður Kennarafélags Reykjavíkur sá seki. Formaðurinn gegnir ýmsum trúnaðarstörfum fyrir félag grunnskólakennara og sum hver mikilvæg. Áhöld eru um hvort formaðurinn eigi að segja af sér eða halda trúnaðarstörfunum í ljósi refsidómsins. Formaður KÍ segir samvisku hans ráða för. Grunnskólakennarar hafa nú beðið, of lengi, eftir viðbrögðum stjórnar Félags grunnskólakennara um málið. Enginn fundur boðaður, málið ekki formlega rætt. Mörgum finnst afleitt að einstaklingur með refsidóm á bakinu sinni trúnaðarstörfum fyrir félagið. Hver er ásýnd og ímynd félags undir slíkum kringumstæðum? Málinu var áfrýjað. Ef málið verður tekið fyrir í Landsrétti kemur niðurstaða frá æðri dómstól. Þar til sá dómur fellur er héraðsdómurinn í fullu gildi, það eru réttaráhrifin sem bíða sem og afplánun. Mál af þessum toga hefur aldrei komið upp hjá Félagi grunnskólakennara að sögn fyrrverandi formanns Ólafs Loftssonar eða KÍ. Ólafur man eftir tilviki þar sem kennari sagði sig frá öllum trúnaðarstörfum áður en dómur féll. Gott siðgæði það. Stjórn FG þarf að taka á málinu, þarf að sýna og sanna fyrir félagsmönnum að hún sé í stakk búin að taka á erfiðum málum. Hún þarf að leggja línurnar um svona málefni til framtíðar, úr því ekki var búið að því. Kennarar þurfa að vita hvar félagið stendur gagnvart brotum og dómsúrskurðum þegar sekt er sönnuð og refsing fylgir. Hvað skal gera á meðan áfrýjunarferli er í gangi o.s.frv. Hvað veldur að stjórn dragi lappirnar skal ósagt látið. Höfundur er helst á því að góð vinátta milli hluta stjórnarmanna og formanns KFR hafi þar eitthvað að segja. Þegar mikil vinátta ríkir er skiljanlegt að erfitt sé að taka á máli sem þessu. Auk þess er hluti stjórnarmanna óhæfir til að taka afstöðu í málinu af sömu sökum. Tveir stjórnarmenn hafa tjáð sig opinberlega, annar segir dómara málsins slá sig til riddara með dómnum og hinn að dómurinn sé rangur sem gerir þá báða óhæfa í að fjalla um málið af hlutleysi. Þrátt fyrir að málið sé óþægilegt verður að taka á því félagsins vegna, hér verða hagsmunir einstaklinga að víkja fyrir hagsmunum heildarinnar. Þöggun mála er aldrei af hinu góða, sáir óvissufræjum og tortryggni.Höfundur er grunnskólakennari, trúnaðarmaður og varaformaður Bandalags kennara á Norðurlandi eystra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Fyrir um viku féll refsidómur í Héraðsdómi Reykjavíkur um skattalagabrot. Allir geta misstigið sig en því miður var formaður Kennarafélags Reykjavíkur sá seki. Formaðurinn gegnir ýmsum trúnaðarstörfum fyrir félag grunnskólakennara og sum hver mikilvæg. Áhöld eru um hvort formaðurinn eigi að segja af sér eða halda trúnaðarstörfunum í ljósi refsidómsins. Formaður KÍ segir samvisku hans ráða för. Grunnskólakennarar hafa nú beðið, of lengi, eftir viðbrögðum stjórnar Félags grunnskólakennara um málið. Enginn fundur boðaður, málið ekki formlega rætt. Mörgum finnst afleitt að einstaklingur með refsidóm á bakinu sinni trúnaðarstörfum fyrir félagið. Hver er ásýnd og ímynd félags undir slíkum kringumstæðum? Málinu var áfrýjað. Ef málið verður tekið fyrir í Landsrétti kemur niðurstaða frá æðri dómstól. Þar til sá dómur fellur er héraðsdómurinn í fullu gildi, það eru réttaráhrifin sem bíða sem og afplánun. Mál af þessum toga hefur aldrei komið upp hjá Félagi grunnskólakennara að sögn fyrrverandi formanns Ólafs Loftssonar eða KÍ. Ólafur man eftir tilviki þar sem kennari sagði sig frá öllum trúnaðarstörfum áður en dómur féll. Gott siðgæði það. Stjórn FG þarf að taka á málinu, þarf að sýna og sanna fyrir félagsmönnum að hún sé í stakk búin að taka á erfiðum málum. Hún þarf að leggja línurnar um svona málefni til framtíðar, úr því ekki var búið að því. Kennarar þurfa að vita hvar félagið stendur gagnvart brotum og dómsúrskurðum þegar sekt er sönnuð og refsing fylgir. Hvað skal gera á meðan áfrýjunarferli er í gangi o.s.frv. Hvað veldur að stjórn dragi lappirnar skal ósagt látið. Höfundur er helst á því að góð vinátta milli hluta stjórnarmanna og formanns KFR hafi þar eitthvað að segja. Þegar mikil vinátta ríkir er skiljanlegt að erfitt sé að taka á máli sem þessu. Auk þess er hluti stjórnarmanna óhæfir til að taka afstöðu í málinu af sömu sökum. Tveir stjórnarmenn hafa tjáð sig opinberlega, annar segir dómara málsins slá sig til riddara með dómnum og hinn að dómurinn sé rangur sem gerir þá báða óhæfa í að fjalla um málið af hlutleysi. Þrátt fyrir að málið sé óþægilegt verður að taka á því félagsins vegna, hér verða hagsmunir einstaklinga að víkja fyrir hagsmunum heildarinnar. Þöggun mála er aldrei af hinu góða, sáir óvissufræjum og tortryggni.Höfundur er grunnskólakennari, trúnaðarmaður og varaformaður Bandalags kennara á Norðurlandi eystra.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar