Körfubolti

Valur semur við þrítugan miðherja

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Regina í baráttunni við Helenu Sverrisdóttur í slóvensku deildinni fyrir nokkrum árum. Þær verða nú samherjar hjá Val
Regina í baráttunni við Helenu Sverrisdóttur í slóvensku deildinni fyrir nokkrum árum. Þær verða nú samherjar hjá Val mynd/valur

Íslandsmeistarar Vals í körfubolta eru byrjaðir að styrkja sig fyrir komandi tímabil í Domino's deild kvenna. Regina Palusna samdi við Hlíðarendafélagið.

Palusna er 30 ára miðherji frá Slóvakíu. Hún er 1,92m á hæð og afar hreyfanlegur leikmaður eftir því sem fram kemur í tilkynningu Vals.

Hún er með mikla reynslu úr Evrópuboltanum og spilaði í Ástralíu á síðasta ári. Þar var hún með 16,6 stig og 7,5 fráköst að meðaltali í leik.

Valur varð Íslandsmeistari kvenna í fyrsta skipti í sögu félagsins í vor eftir sigur á Keflavík í úrslitarimmunni. Valskonur hefja titilvörnina á útivelli gegn nýliðum Grindavíkur 2. október.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.