Körfubolti

Valur semur við þrítugan miðherja

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Regina í baráttunni við Helenu Sverrisdóttur í slóvensku deildinni fyrir nokkrum árum. Þær verða nú samherjar hjá Val
Regina í baráttunni við Helenu Sverrisdóttur í slóvensku deildinni fyrir nokkrum árum. Þær verða nú samherjar hjá Val mynd/valur
Íslandsmeistarar Vals í körfubolta eru byrjaðir að styrkja sig fyrir komandi tímabil í Domino's deild kvenna. Regina Palusna samdi við Hlíðarendafélagið.Palusna er 30 ára miðherji frá Slóvakíu. Hún er 1,92m á hæð og afar hreyfanlegur leikmaður eftir því sem fram kemur í tilkynningu Vals.Hún er með mikla reynslu úr Evrópuboltanum og spilaði í Ástralíu á síðasta ári. Þar var hún með 16,6 stig og 7,5 fráköst að meðaltali í leik.Valur varð Íslandsmeistari kvenna í fyrsta skipti í sögu félagsins í vor eftir sigur á Keflavík í úrslitarimmunni. Valskonur hefja titilvörnina á útivelli gegn nýliðum Grindavíkur 2. október.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.