Menning

Stór nöfn á fyrsta degi Secret Solstice

Sylvía Hall skrifar
Frá Secret Solstice-hátíðinni en á ýmsu hefur gengið við undirbúning hennar þetta árið.
Frá Secret Solstice-hátíðinni en á ýmsu hefur gengið við undirbúning hennar þetta árið.

Tónlistarhátíðin Secret Solstice byrjar með látum í Laugardalnum í dag og eiga gestir hátíðarinnar von á góðu. Mörg stærstu nöfn íslensku tónlistarsenunnar stíga á svið sem og stórstjörnur utan úr heimi.

Á aðalsviðinu Valhalla er það söngkonan Bríet sem byrjar fjörið klukkan 16:45. Á eftir henni stígur Auður á svið klukkan 17:30 og heldur uppi fjörinu þangað til að Svala tekur við klukkan 18:15. Klukkan 19:05 stígur svo rússneska ofurpönkgrúppan Pussy Riot á svið.

Það eru svo Pusha T og Jonas Blue, sem líkt og frægt er orðið hlupu í skarðið fyrir stærstu nöfn hátíðarinnar, og mun Pusha T mæta til leiks klukkan 20:30. Breski plötusnúðurinn Jonas Blue lokar svo kvöldinu frá klukkan 22:00.

Á sviðinu Gimli eru ekki síðri tónlistarmenn en þar má nefna mörg stór nöfn í íslensku tónlistarsenunni á borð við Vintage Caravan, Chase, Sprite Zero Klan, Séra Bjössa og ClubDub.

Hér að neðan má sjá dagskrá dagsins í dag.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.