Sport

Lobov lamdi Malignaggi í berhentum bardaga | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Lobov (til vinstri) þjarmar að Malignaggi.
Lobov (til vinstri) þjarmar að Malignaggi. vísir/getty
Fyrrum UFC-kappinn Artem Lobov mætti fyrrum heimsmeistara í hnefaleikum, Paulie Malignaggi, í berhentum bardaga um helgina og hafði betur.Það hefur verið illt á milli þeirra lengi og í raun allt frá því Malignaggi æfði með Conor McGregor áður en Conor barðist við Floyd Mayweather í hnefaleikum. Það samstarf endaði illa og hafa skotin gengið milli Malignaggi og herbúða Conors lengi.Artem er auðvitað æfingafélagi og góðvinur Conors og hann var því sendur í verkið að lumbra á Malignaggi og það gerði hann með stæl því hann vann á stigum hjá öllum dómurum. Það kom mörgum á óvart.Malignaggi sagðist ætla að fara svo illa með Lobov að hann myndi enda í dái. Svo ætlaði hann að fá að berjast við Conor. Af því varð ekki og hinn 38 ára gamli Malignaggi sagðist vera hættur í bardagaíþróttum eftir bardagann.Lobov fer aftur á móti vel af stað hjá Bare Knuckle Fighting Championship þar sem hann hefur nú unnið báða sína bardaga.Hann tapaði þar áður þremur bardögum í röð hjá UFC og missti samninginn sinn þar. Berhentir bardagar virðast þó henta rússneska Íranum betur.Hér að neðan má sjá helstu tilþrif bardagans.

MMAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.