Sport

Lobov lamdi Malignaggi í berhentum bardaga | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Lobov (til vinstri) þjarmar að Malignaggi.
Lobov (til vinstri) þjarmar að Malignaggi. vísir/getty

Fyrrum UFC-kappinn Artem Lobov mætti fyrrum heimsmeistara í hnefaleikum, Paulie Malignaggi, í berhentum bardaga um helgina og hafði betur.

Það hefur verið illt á milli þeirra lengi og í raun allt frá því Malignaggi æfði með Conor McGregor áður en Conor barðist við Floyd Mayweather í hnefaleikum. Það samstarf endaði illa og hafa skotin gengið milli Malignaggi og herbúða Conors lengi.

Artem er auðvitað æfingafélagi og góðvinur Conors og hann var því sendur í verkið að lumbra á Malignaggi og það gerði hann með stæl því hann vann á stigum hjá öllum dómurum. Það kom mörgum á óvart.

Malignaggi sagðist ætla að fara svo illa með Lobov að hann myndi enda í dái. Svo ætlaði hann að fá að berjast við Conor. Af því varð ekki og hinn 38 ára gamli Malignaggi sagðist vera hættur í bardagaíþróttum eftir bardagann.

Lobov fer aftur á móti vel af stað hjá Bare Knuckle Fighting Championship þar sem hann hefur nú unnið báða sína bardaga.

Hann tapaði þar áður þremur bardögum í röð hjá UFC og missti samninginn sinn þar. Berhentir bardagar virðast þó henta rússneska Íranum betur.

Hér að neðan má sjá helstu tilþrif bardagans.


MMA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.