Lakers galdraði fram pláss undir launaþakinu og getur náð í þriðju súperstjörnuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júní 2019 10:30 LeBron James getur brosað eftir atburði gærdagsins. Getty/Harry How Þeir sem héldu að Los Angeles Lakers væri úr leik í baráttunni um feitustu bitanna á leikmannamarkaði NBA deildarinnar þurfa að endurmeta þá skoðun sína eftir atburði gærdagsins. Los Angeles Lakers bjó nefnilega til mikið pláss undir launaþakinu þökk sé leikmannaskiptum við Washington Wizards. Í raun komu Wizards menn inn í stóru skiptin við New Orleans Pelicans og úr urðu þriggja liða skipti. Rob Pelinka, framkvæmdastjóra Los Angeles Lakers, tókst þar með að losna við samninga þriggja leikmanna. Mo Wagner, Isaac Bonga og Jemerrio Jones fara allir til Washington Wizards. Í viðbót við það þá gaf Anthony Davis eftir fjórar milljónir dollara sem hann átti að fá ef honum yrði skipt í annað lið. Lakers fær stórstjörnuna Anthony Davis frá New Orleans Pelicans. Allt þýðir þetta að Los Angeles Lakers er nú komið með tvær súperstjörnur í þeim LeBron James og Anthony Davis en getur jafnframt boðið þriðju súperstjörnunni hámarkssamning.Anthony Davis is waiving his $4M trade kicker, league sources tell @wojespn. The Lakers will start free agency with $32M in salary cap space after trading 3 players to the Wizards, and now have the ability to sign a max player, per @ZachLowe_NBA. pic.twitter.com/In5jWkhkN8 — SportsCenter (@SportsCenter) June 27, 2019Draumurinn er eflaust að semja við Kawhi Leonard en það er erfitt að spá fyrir um hvar Kawhi ætli að spila á næstu leiktíð. Aðrir sterkir leikmenn eins og Kyrie Irving, Klay Thompson og Jimmy Butler hafa einnig verið orðaðir við liðið. Lið með Kawhi, Anthony Davis og LeBron James væri hins vegar líklegt til afreka á næstu leiktíð. Þessar þrjár stórstjörnur ættu líka að geta hjálpað til að fá til félagsins reynda leikmenn sem vilja vinna titilinn og eru tilbúnir að fórna pening til að ná því.LeBron James Anthony Davis Now that the Lakers have $32 million in cap room to chase a third star, who else will they target? Your NBA free agency tracker https://t.co/eXImlqqi0spic.twitter.com/cWAlMS9j9K — Post Sports (@PostSports) June 28, 2019Öll þessi leikmannaskipti Los Angeles Lakers þýða aftur á móti að liðið er bara með þrjá leikmenn á samningi eins og staðan er núna. Þeir héldu Kyle Kuzma og LeBron James og fengu svo Anthony Davis. Liðið þarf því að semja við marga nýja leikmenn á næstu vikum en til að byrja með mun Lakers reyna að finna aðra súperstjörnu í viðbót við þá LeBron James og Anthony Davis..@MagicJohnson is excited to see what comes of this big move from Jeanie Buss and Rob Pelinka. pic.twitter.com/bZxOePjf0O — NBA on ESPN (@ESPNNBA) June 27, 2019 NBA Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Fleiri fréttir Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Sjá meira
Þeir sem héldu að Los Angeles Lakers væri úr leik í baráttunni um feitustu bitanna á leikmannamarkaði NBA deildarinnar þurfa að endurmeta þá skoðun sína eftir atburði gærdagsins. Los Angeles Lakers bjó nefnilega til mikið pláss undir launaþakinu þökk sé leikmannaskiptum við Washington Wizards. Í raun komu Wizards menn inn í stóru skiptin við New Orleans Pelicans og úr urðu þriggja liða skipti. Rob Pelinka, framkvæmdastjóra Los Angeles Lakers, tókst þar með að losna við samninga þriggja leikmanna. Mo Wagner, Isaac Bonga og Jemerrio Jones fara allir til Washington Wizards. Í viðbót við það þá gaf Anthony Davis eftir fjórar milljónir dollara sem hann átti að fá ef honum yrði skipt í annað lið. Lakers fær stórstjörnuna Anthony Davis frá New Orleans Pelicans. Allt þýðir þetta að Los Angeles Lakers er nú komið með tvær súperstjörnur í þeim LeBron James og Anthony Davis en getur jafnframt boðið þriðju súperstjörnunni hámarkssamning.Anthony Davis is waiving his $4M trade kicker, league sources tell @wojespn. The Lakers will start free agency with $32M in salary cap space after trading 3 players to the Wizards, and now have the ability to sign a max player, per @ZachLowe_NBA. pic.twitter.com/In5jWkhkN8 — SportsCenter (@SportsCenter) June 27, 2019Draumurinn er eflaust að semja við Kawhi Leonard en það er erfitt að spá fyrir um hvar Kawhi ætli að spila á næstu leiktíð. Aðrir sterkir leikmenn eins og Kyrie Irving, Klay Thompson og Jimmy Butler hafa einnig verið orðaðir við liðið. Lið með Kawhi, Anthony Davis og LeBron James væri hins vegar líklegt til afreka á næstu leiktíð. Þessar þrjár stórstjörnur ættu líka að geta hjálpað til að fá til félagsins reynda leikmenn sem vilja vinna titilinn og eru tilbúnir að fórna pening til að ná því.LeBron James Anthony Davis Now that the Lakers have $32 million in cap room to chase a third star, who else will they target? Your NBA free agency tracker https://t.co/eXImlqqi0spic.twitter.com/cWAlMS9j9K — Post Sports (@PostSports) June 28, 2019Öll þessi leikmannaskipti Los Angeles Lakers þýða aftur á móti að liðið er bara með þrjá leikmenn á samningi eins og staðan er núna. Þeir héldu Kyle Kuzma og LeBron James og fengu svo Anthony Davis. Liðið þarf því að semja við marga nýja leikmenn á næstu vikum en til að byrja með mun Lakers reyna að finna aðra súperstjörnu í viðbót við þá LeBron James og Anthony Davis..@MagicJohnson is excited to see what comes of this big move from Jeanie Buss and Rob Pelinka. pic.twitter.com/bZxOePjf0O — NBA on ESPN (@ESPNNBA) June 27, 2019
NBA Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Fleiri fréttir Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Sjá meira