Kynslóðin sem neitar að hætta að djamma Rebekka Karlsdóttir skrifar 28. júní 2019 16:00 Þegar kynslóðirnar á undan okkur horfðu til framtíðar sáu þau fyrir sér langt líf með fjölskyldu sinni, börnum, barnabörnum og barnabarnabörnum. Þau sáu fyrir sér framtíð barna sinna á sama hátt og þeirra eigin, nema betri - meiri lífsgæði og betra samfélag. Þegar ég horfi fram á veginn, verandi 22 ára háskólanemi, hef ég því miður ekki sömu framtíðarsýn og kynslóð foreldra minna hafði á sínum tíma. Þegar ég hugsa um framtíðina birtast mér hörmungar og hamfarir. Matarskortur, vatnsskortur og straumur flóttafólks. Ég stend frammi fyrir þeirri ákvörðun að velja nám og starfsvettvang að því loknu en óttast að það verði of seint að grípa í taumana þegar ég fæ skírteinið í hendurnar. Allt útaf því að lítill hluti mannkynsins er búinn að vera á alltof löngu fylleríi; taumlausu neyslu-djammi þar sem markaðsöflin hafa leitt okkur áfram í ofneyslu á kostnað umhverfisins. Stjórnvöld og fyrirtæki neita að horfast í augu við ástandið og takast á við afleiðingarnar og ætla frekar að láta næstu kynslóðir takast á við þynnkuna sem mun fylgja. Loftslagskvíði er nokkuð nýr af nálinni en það er raunverulegur ótti sem flest ungt fólk upplifir með einum eða öðrum hætti. Út frá minni reynslu lýsir loftslagskvíði sér sem óstjórnlegur kvíði gagnvart framtíðinni vegna hamfarahlýnunar. Kvíði gagnvart því að ekki verði gripið til aðgerða - að mamma og pabbi neiti að hætta að djamma - og afleiðingarnar verði gífulegar og óyfirstíganlegar. Á örfáum árum hefur ímyndin um framtíðina snúist frá háþróuðum tækniheimi með fljúgandi bílum yfir í heim hamfara og ungt fólk fyllist kvíða yfir því að þurfa að takast á við þetta. Við unga fólkið getum farið í verkföll, skrifað greinar og látið í okkur heyra á samfélagsmiðlum, en það er ríkisstjórnin, stjórnvöld og fyrirtækin í landinu sem bera ábyrgðina og hafa valdið til að bregðast strax við. Þar er Háskóli Íslands engin undantekning sem einn stærsti vinnustaður landsins. Háskólinn sem menntastofnun á að vera framsýn stofnun og þar með leiðandi í umhverfismálum. Stúdentar vilja ekki að Háskólinn láti á sér standa heldur geri raunverulegar breytingar sem skapa betri framtíð fyrir námsfólk sem og aðra. Stefna Röskvu felur í sér margar leiðir til úrbóta fyrir umhverfið, allt frá því að auka verulega hlutfall vegan máltíða í Hámu og hætta notkun á einnota plastumbúðum yfir í að koma upp hjólaleigu á Háskólasvæðinu. Við viljum græna stúdentagarða sem bjóða upp á betri flokkun og lágvöruverslun fyrir stúdenta sem myndi stuðla verulega að sjálfbæru háskólasamfélagi. Við þurfum róttækar breytingar og Háskólinn er í kjör aðstæðum til að taka af skarið, vera fyrstur heim af djamminu og grípa til aðgerða.Höfundur er forseti Röskvu og varafulltrúi í Stúdentaráði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Skóla - og menntamál Umhverfismál Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Þegar kynslóðirnar á undan okkur horfðu til framtíðar sáu þau fyrir sér langt líf með fjölskyldu sinni, börnum, barnabörnum og barnabarnabörnum. Þau sáu fyrir sér framtíð barna sinna á sama hátt og þeirra eigin, nema betri - meiri lífsgæði og betra samfélag. Þegar ég horfi fram á veginn, verandi 22 ára háskólanemi, hef ég því miður ekki sömu framtíðarsýn og kynslóð foreldra minna hafði á sínum tíma. Þegar ég hugsa um framtíðina birtast mér hörmungar og hamfarir. Matarskortur, vatnsskortur og straumur flóttafólks. Ég stend frammi fyrir þeirri ákvörðun að velja nám og starfsvettvang að því loknu en óttast að það verði of seint að grípa í taumana þegar ég fæ skírteinið í hendurnar. Allt útaf því að lítill hluti mannkynsins er búinn að vera á alltof löngu fylleríi; taumlausu neyslu-djammi þar sem markaðsöflin hafa leitt okkur áfram í ofneyslu á kostnað umhverfisins. Stjórnvöld og fyrirtæki neita að horfast í augu við ástandið og takast á við afleiðingarnar og ætla frekar að láta næstu kynslóðir takast á við þynnkuna sem mun fylgja. Loftslagskvíði er nokkuð nýr af nálinni en það er raunverulegur ótti sem flest ungt fólk upplifir með einum eða öðrum hætti. Út frá minni reynslu lýsir loftslagskvíði sér sem óstjórnlegur kvíði gagnvart framtíðinni vegna hamfarahlýnunar. Kvíði gagnvart því að ekki verði gripið til aðgerða - að mamma og pabbi neiti að hætta að djamma - og afleiðingarnar verði gífulegar og óyfirstíganlegar. Á örfáum árum hefur ímyndin um framtíðina snúist frá háþróuðum tækniheimi með fljúgandi bílum yfir í heim hamfara og ungt fólk fyllist kvíða yfir því að þurfa að takast á við þetta. Við unga fólkið getum farið í verkföll, skrifað greinar og látið í okkur heyra á samfélagsmiðlum, en það er ríkisstjórnin, stjórnvöld og fyrirtækin í landinu sem bera ábyrgðina og hafa valdið til að bregðast strax við. Þar er Háskóli Íslands engin undantekning sem einn stærsti vinnustaður landsins. Háskólinn sem menntastofnun á að vera framsýn stofnun og þar með leiðandi í umhverfismálum. Stúdentar vilja ekki að Háskólinn láti á sér standa heldur geri raunverulegar breytingar sem skapa betri framtíð fyrir námsfólk sem og aðra. Stefna Röskvu felur í sér margar leiðir til úrbóta fyrir umhverfið, allt frá því að auka verulega hlutfall vegan máltíða í Hámu og hætta notkun á einnota plastumbúðum yfir í að koma upp hjólaleigu á Háskólasvæðinu. Við viljum græna stúdentagarða sem bjóða upp á betri flokkun og lágvöruverslun fyrir stúdenta sem myndi stuðla verulega að sjálfbæru háskólasamfélagi. Við þurfum róttækar breytingar og Háskólinn er í kjör aðstæðum til að taka af skarið, vera fyrstur heim af djamminu og grípa til aðgerða.Höfundur er forseti Röskvu og varafulltrúi í Stúdentaráði
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar