Sir Ben Kingsley er 75 ára margverðlaunaður breskur leikari. Hann fékk meðal annars Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverki árið 1982 þegar sem hann fór með hlutverk Ghandhi í samnefndri mynd.
Malick er líklega þekktastur fyrir kvikmynd sína The Thin Red Line. Þá má einnig nefna The Tree of Life sem skartaði meðal annarra leikurunum Brad Pitt og Sean Penn.
Ljósmyndari Vísis var á ferð um Norðurland í vikunni og náði mynd af teymi frá Pegasus sem mun aðstoða við tökur á myndinni hér á landi.
Samkvæmt heimildum Vísis standa einnig yfir tökur á Star Trek þáttum hér á landi þessa dagana.
Veistu meira um málið? Sendu okkur línu á ritstjorn(hja)visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Fréttin var uppfærð klukkan 23:30.