Innlent

Björgunar­sveit í tvö út­köll í Ísa­fjarðar­djúpi

Sylvía Hall skrifar
Björgunarskipið Gísli Jóns fór og sótti slasaðan farþega um borð í skemmtiferðaskipi.
Björgunarskipið Gísli Jóns fór og sótti slasaðan farþega um borð í skemmtiferðaskipi. Vísir/Vilhelm
Björgunarsveit á Ísafirði var kölluð út í tvígang seinni partinn í dag vegna slysa í Ísafjarðardjúpi.

Á fjórða tímanum fór björgunarskipið Gísli Jóns og sótti slasaðan farþega um borð í skemmtiferðaskipi sem var staðsett rétt fyrir utan Ísafjörð.

Með björgunarskipinu fóru sjúkraflutningamenn og læknir og skoðuðu farþegann í skemmtiferðaskipinu sem var í kjölfarið fluttur í land með skipinu. Farþeginn var kominn um borð í sjúkrabíl upp úr fimm.

Stuttu síðar var óskað eftir aðstoð björgunarsveita í Vigur vegna tveggja kvenna sem voru slasaðar. Farþegabátur á svæðinu flutti þær til móts við viðbragðsaðila sem mættu þeim í Súðavík. Þær voru fluttar á sjúkrahúsið á Ísafirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×