Bíó og sjónvarp

Kommúnistaflokkur Rússlands vill blátt bann við „ógeðslegum“ Tsjernóbíl-þáttum

Andri Eysteinsson skrifar
Frá vettvangi kjarnorkuslyssins 1986.
Frá vettvangi kjarnorkuslyssins 1986. Getty/NurPhoto
Kommúnistaflokkur Rússlands hefur kallað eftir því að sjónvarpsþáttaröðin Tsjernóbíl, sem framleidd var af HBO, verði bönnuð. Hafa flokksmenn sagt þættina í raun vera ógeðslega. Independent greinir frá.Í yfirlýsingu sagði flokksmeðlimurinn Sergei Malinkóvitsj frá áformum flokksins um að hafa áhrif á dreifingu þáttanna í Rússlandi sökum þess í hve neikvæðu ljósi Sovétríkin eru sýnd í þáttunum.Malinkóvitsj segir þættina nota harmleikinn til þess að koma á framfæri pólitískum áróðri og til þess að skrímslavæða Sovétríkin og Kommúnistaflokkinn. Þá hefur flokkurinn leitast eftir því að höfundar þáttanna verðir sóttir til saka.Malinkóvitsj viðurkenndi hins vegar að þættirnir sýndu rétt frá lykilatriðum sem leiddu til harmleiksins.Áður hefur verið greint frá þeirri hugmynd Rússa um að gera eigin útgáfu af þáttunum sem sýna aðra hlið málsins, þar mun samsæriskenningu um aðkomu bandarískra útsendara vera gert hátt undir höfði.Tsjernóbíl-þættirnir voru sýndir á Stöð 2 en þættirnir eru enn aðgengilegir á Frelsinu.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.