Bara falsfrétt? Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 19. júní 2019 07:00 Þjóðhátíðardaginn 17. júní, í tilefni af 75 ára afmæli lýðveldisins, komu um 70 ungmenni, 13-16 ára, saman á þingfundi í Alþingishúsinu. Ungmennin völdu sér málefni sem þeim finnst brýnt að takast á við og settu skiljanlega umhverfis- og loftslagsmál efst á dagskrá. Nú þegar blasir við að mannkynið er komið nokkuð langt á veg með að eyðileggja Jörðina vegna sinnuleysis síns gagnvart umhverfinu hefur æskan sýnt frumkvæði og streymt út á stræti og torg til að mótmæla skelfilegri stöðu og krefjast aðgerða. Um leið eru ungmennin að strengja þess heit að standa sig betur en eldri kynslóðir hafa gert. Ung stúlka á ungmennaþinginu ræddi um ábyrgðarleysi mannsins og sagði: „Skemmdarverk mannsins hafa ekki aðeins haft áhrif á Jörðina heldur allt það sem á henni býr.“ Hún gerir sér ljósa grein fyrir ábyrgð mannkyns og vill snúa skelfilegri þróun við. Þessi stúlka er ein af fjölmörgum ungmennum sem tala af sannfæringu um umhverfismál. Þau búa yfir miklum krafti og ætla að láta verkin tala. Furðulegt væri ef hinir fullorðnu neituðu að taka mark á þeim. Sumir sýna þó einarða tilburði í þá átt. Nokkrum dögum áður en unga fólkið fyllti þingsal Alþingis og ræddi umhverfismál af festu hafði Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, gert áhyggjur barna af loftslagsbreytingum að umtalsefni á Alþingi og sama mál ræddi hann á Útvarpi Sögu. Áherslur hans eru æði furðulegar. Hann leggur áherslu á að æska landsins fræðist í skólum um sjónarmið þeirra vísindamanna sem telja loftslagsbreytingar ekki vera af mannavöldum. Nú er það svo að færustu vísindamenn eru sammála um að hlýnun jarðar sé af mannavöldum. Einstaka raddir heyrast mótmæla því en með litlum rökum, samt á sá málflutningur sums staðar upp á pallborðið, eins og til dæmis hjá Bandaríkjaforseta Donald Trump og nótum hans. Það er eftir öðru að málflutningur þessara hættulegu manna eigi hljómgrunn í Miðflokknum þar sem myrk afturhaldssjónarmið hafa hreiðrað um sig. Birgir Þórarinsson talaði á Alþingi um loftslagsmál eins og hann gruni að loftslagsbreytingar af mannavöldum séu enn ein falsfréttin sem verið sé að bjóða heimsbyggðinni upp á. Ekki er langt síðan þessi sami þingmaður hélt því fram að forseti Filippseyja, hinn alræmdi morðhundur Rodrigo Duterte, væri vaskur maður sem fengið hefði á sig holskeflu af ósanngjarnri gagnrýni. Á sama tíma og sterk umhverfisvakning á sér stað vafðist ekki fyrir þingmönnum Miðflokksins að setja sig í málþófsstellingar þegar ræða átti loftslagsmálafrumvarp umhverfisráðherra á þingi. Þingmaður flokksins er síðan í algjörri afneitun á vandanum þegar hann heldur því fram að kynna þurfi í skólum málstað þeirra sem halda því fram að loftslagsbreytingar séu ekki af manna völdum. Kenningar sem eru nánast jafn fáránlegar og þær að Jörðin sé flöt. Það er sjálfsagt að vita af skringilegum kenningum, en það á ekki að láta eins og ástæða sé til að taka mark á þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Loftslagsmál Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þjóðhátíðardaginn 17. júní, í tilefni af 75 ára afmæli lýðveldisins, komu um 70 ungmenni, 13-16 ára, saman á þingfundi í Alþingishúsinu. Ungmennin völdu sér málefni sem þeim finnst brýnt að takast á við og settu skiljanlega umhverfis- og loftslagsmál efst á dagskrá. Nú þegar blasir við að mannkynið er komið nokkuð langt á veg með að eyðileggja Jörðina vegna sinnuleysis síns gagnvart umhverfinu hefur æskan sýnt frumkvæði og streymt út á stræti og torg til að mótmæla skelfilegri stöðu og krefjast aðgerða. Um leið eru ungmennin að strengja þess heit að standa sig betur en eldri kynslóðir hafa gert. Ung stúlka á ungmennaþinginu ræddi um ábyrgðarleysi mannsins og sagði: „Skemmdarverk mannsins hafa ekki aðeins haft áhrif á Jörðina heldur allt það sem á henni býr.“ Hún gerir sér ljósa grein fyrir ábyrgð mannkyns og vill snúa skelfilegri þróun við. Þessi stúlka er ein af fjölmörgum ungmennum sem tala af sannfæringu um umhverfismál. Þau búa yfir miklum krafti og ætla að láta verkin tala. Furðulegt væri ef hinir fullorðnu neituðu að taka mark á þeim. Sumir sýna þó einarða tilburði í þá átt. Nokkrum dögum áður en unga fólkið fyllti þingsal Alþingis og ræddi umhverfismál af festu hafði Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, gert áhyggjur barna af loftslagsbreytingum að umtalsefni á Alþingi og sama mál ræddi hann á Útvarpi Sögu. Áherslur hans eru æði furðulegar. Hann leggur áherslu á að æska landsins fræðist í skólum um sjónarmið þeirra vísindamanna sem telja loftslagsbreytingar ekki vera af mannavöldum. Nú er það svo að færustu vísindamenn eru sammála um að hlýnun jarðar sé af mannavöldum. Einstaka raddir heyrast mótmæla því en með litlum rökum, samt á sá málflutningur sums staðar upp á pallborðið, eins og til dæmis hjá Bandaríkjaforseta Donald Trump og nótum hans. Það er eftir öðru að málflutningur þessara hættulegu manna eigi hljómgrunn í Miðflokknum þar sem myrk afturhaldssjónarmið hafa hreiðrað um sig. Birgir Þórarinsson talaði á Alþingi um loftslagsmál eins og hann gruni að loftslagsbreytingar af mannavöldum séu enn ein falsfréttin sem verið sé að bjóða heimsbyggðinni upp á. Ekki er langt síðan þessi sami þingmaður hélt því fram að forseti Filippseyja, hinn alræmdi morðhundur Rodrigo Duterte, væri vaskur maður sem fengið hefði á sig holskeflu af ósanngjarnri gagnrýni. Á sama tíma og sterk umhverfisvakning á sér stað vafðist ekki fyrir þingmönnum Miðflokksins að setja sig í málþófsstellingar þegar ræða átti loftslagsmálafrumvarp umhverfisráðherra á þingi. Þingmaður flokksins er síðan í algjörri afneitun á vandanum þegar hann heldur því fram að kynna þurfi í skólum málstað þeirra sem halda því fram að loftslagsbreytingar séu ekki af manna völdum. Kenningar sem eru nánast jafn fáránlegar og þær að Jörðin sé flöt. Það er sjálfsagt að vita af skringilegum kenningum, en það á ekki að láta eins og ástæða sé til að taka mark á þeim.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun