Að milda niðursveifluna Ásdís Kristjánsdóttir skrifar 19. júní 2019 07:00 Þótt veðrið hafi leikið við okkur landsmenn síðustu vikurnar hafa efnahagslegir hagvísar leikið okkur grátt. Hagvöxtur í ár verður í besta falli enginn og líklega ekki mikið skárri á árinu 2020. Verkefnið fram undan er að milda niðursveifluna. Seðlabankinn hefur nú þegar brugðist við með lækkun stýrivaxta í lok maímánaðar og frekari vaxtalækkana er að vænta, að öðru óbreyttu. Í síðustu yfirlýsingu peningastefnunefndar stendur orðrétt: „Svigrúm peningastefnunnar til að mæta efnahagssamdrættinum er einnig töluvert, sérstaklega ef fer sem horfir og verðbólga og verðbólguvæntingar haldast við verðbólgumarkmið.“ Stjórnvöld standa nú í ströngu við að endurskoða fjármálastefnuna vegna breyttra efnahagshorfa. Viðbrögð stjórnvalda við minnkandi tekjuvexti mega ekki leiða til þess að niðursveiflan verði dýpri en ella. Í síðustu niðursveiflu voru skattar hækkaðir og opinberum framkvæmdum frestað. Það blasir við að viðbrögð nú geta ekki verið af sama meiði. Góðu fréttirnar eru þó þær að lágar opinberar skuldir og jafnvægi á opinberum rekstri geri stjórnvöld betur í stakk búin til að bregðast við breyttum efnahagshorfum. Á næstu árum þarf að forgangsraða þannig að fjármálastefnan styðji við samkeppnishæfni atvinnulífsins – það er best gert með því að lækka skatta og auka fjárfestingu.Lækka skatta hraðar og meira Áherslur í opinberum rekstri eiga fyrst og fremst að snúa að réttri forgangsröðun, skilvirkni í opinberum rekstri og hagræðingu. Dæmi um góða forgangsröðun stjórnvalda á síðustu árum er áhersla þeirra á niðurgreiðslu skulda. Lítil skuldsetning minnkar áhættu og losar um fjármagn þar sem hún dregur úr vaxtakostnaði. Í því samhengi má nefna að vaxtakostnaður ríkissjóðs er í dag um 1 prósent af landsframleiðslu en var fimm sinnum hærri fyrir tíu árum, eða ríflega 5 prósent. Viðbrögð stjórnvalda á árunum 2009-2011 voru að hækka skatta; tryggingagjaldið, tekjuskattur, veiðigjaldið og fjármagntekjuskattur eru hærri í dag en fyrir áratug. Einnig var nýjum sköttum bætt við; bankaskattur, sérstakur og almennur fjársýsluskattur, gistináttaskattur og kolefnisgjald eru dæmi um slíka skatta. Skattahækkanir og nýir skattar skila ríkissjóði nú ríflega 115 milljörðum í viðbótartekjur á ári hverju. Mikilvægt er að stjórnvöld leggi sitt af mörkum til þess að styrkja starfsumhverfi fyrirtækja með því að skapa aukið rými til að lækka skatta hraðar og meira. Það gerist ekki nema með breyttum áherslum í opinberum rekstri. Skattalækkanir eru dæmi um mikilvæga forgangsröðun í niðursveiflu. Frekari fjárfesting innviða er nauðsynleg Nú þegar hægir á vexti hagkerfisins er heppilegur tími fyrir hið opinbera til að ráðast í fjárfestingar. Stjórnvöld boða aukna fjárfestingu í innviðum sem er jákvætt en meira þarf þó að koma til. Á árunum 1998-2008 voru fjárfestingar hins opinbera að meðaltali 4,6 prósent af landsframleiðslu á ári, en á síðustu tíu árum hafa þær verið rúmlega 3 prósent. Miðað við óbreytt áform stjórnvalda verða opinberar framkvæmdir að meðaltali 3,4 prósent fram til ársins 2024. Ónæg fjárfesting hefur skapað mikla uppsafnaða fjárfestingarþörf sem vinna þarf hraðar upp. Stjórnvöld geta horft til ólíkra leiða til að fjármagna frekari uppbyggingu innviða. Hin svokallaða „samvinnuleið“ einkaaðila og hins opinbera (e. public-private partnership) er dæmi um slíka leið. Góð reynsla er af slíkri samvinnu hérlendis og má nefna Hvalfjarðargöngin í því samhengi en á síðasta ári voru þau afhent ríkinu skuldlaust 20 árum eftir opnun ganganna. Á tímamótum sem þessum skipta ákvarðanir stjórnvalda og Seðlabankans miklu fyrir efnahagslega framvindu. Seðlabankinn hefur boðað að vextir geti lækkað meira og hraðar ef verðbólga og verðbólguvæntingar haldast við markmið. Ekkert bendir til annars en að vextir verði lækkaðir á næsta vaxtaákvörðunarfundi þann 26. júní næstkomandi. Stjórnvöld geta skapað aukið svigrúm til að lækka skatta hraðar og fjárfesta meira. Ef vel tekst til verður niðursveiflan horfin eins og dögg fyrir sólu áður en langt um líður.Höfundur er forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Kristjánsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Skattar og tollar Mest lesið Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Sjá meira
Þótt veðrið hafi leikið við okkur landsmenn síðustu vikurnar hafa efnahagslegir hagvísar leikið okkur grátt. Hagvöxtur í ár verður í besta falli enginn og líklega ekki mikið skárri á árinu 2020. Verkefnið fram undan er að milda niðursveifluna. Seðlabankinn hefur nú þegar brugðist við með lækkun stýrivaxta í lok maímánaðar og frekari vaxtalækkana er að vænta, að öðru óbreyttu. Í síðustu yfirlýsingu peningastefnunefndar stendur orðrétt: „Svigrúm peningastefnunnar til að mæta efnahagssamdrættinum er einnig töluvert, sérstaklega ef fer sem horfir og verðbólga og verðbólguvæntingar haldast við verðbólgumarkmið.“ Stjórnvöld standa nú í ströngu við að endurskoða fjármálastefnuna vegna breyttra efnahagshorfa. Viðbrögð stjórnvalda við minnkandi tekjuvexti mega ekki leiða til þess að niðursveiflan verði dýpri en ella. Í síðustu niðursveiflu voru skattar hækkaðir og opinberum framkvæmdum frestað. Það blasir við að viðbrögð nú geta ekki verið af sama meiði. Góðu fréttirnar eru þó þær að lágar opinberar skuldir og jafnvægi á opinberum rekstri geri stjórnvöld betur í stakk búin til að bregðast við breyttum efnahagshorfum. Á næstu árum þarf að forgangsraða þannig að fjármálastefnan styðji við samkeppnishæfni atvinnulífsins – það er best gert með því að lækka skatta og auka fjárfestingu.Lækka skatta hraðar og meira Áherslur í opinberum rekstri eiga fyrst og fremst að snúa að réttri forgangsröðun, skilvirkni í opinberum rekstri og hagræðingu. Dæmi um góða forgangsröðun stjórnvalda á síðustu árum er áhersla þeirra á niðurgreiðslu skulda. Lítil skuldsetning minnkar áhættu og losar um fjármagn þar sem hún dregur úr vaxtakostnaði. Í því samhengi má nefna að vaxtakostnaður ríkissjóðs er í dag um 1 prósent af landsframleiðslu en var fimm sinnum hærri fyrir tíu árum, eða ríflega 5 prósent. Viðbrögð stjórnvalda á árunum 2009-2011 voru að hækka skatta; tryggingagjaldið, tekjuskattur, veiðigjaldið og fjármagntekjuskattur eru hærri í dag en fyrir áratug. Einnig var nýjum sköttum bætt við; bankaskattur, sérstakur og almennur fjársýsluskattur, gistináttaskattur og kolefnisgjald eru dæmi um slíka skatta. Skattahækkanir og nýir skattar skila ríkissjóði nú ríflega 115 milljörðum í viðbótartekjur á ári hverju. Mikilvægt er að stjórnvöld leggi sitt af mörkum til þess að styrkja starfsumhverfi fyrirtækja með því að skapa aukið rými til að lækka skatta hraðar og meira. Það gerist ekki nema með breyttum áherslum í opinberum rekstri. Skattalækkanir eru dæmi um mikilvæga forgangsröðun í niðursveiflu. Frekari fjárfesting innviða er nauðsynleg Nú þegar hægir á vexti hagkerfisins er heppilegur tími fyrir hið opinbera til að ráðast í fjárfestingar. Stjórnvöld boða aukna fjárfestingu í innviðum sem er jákvætt en meira þarf þó að koma til. Á árunum 1998-2008 voru fjárfestingar hins opinbera að meðaltali 4,6 prósent af landsframleiðslu á ári, en á síðustu tíu árum hafa þær verið rúmlega 3 prósent. Miðað við óbreytt áform stjórnvalda verða opinberar framkvæmdir að meðaltali 3,4 prósent fram til ársins 2024. Ónæg fjárfesting hefur skapað mikla uppsafnaða fjárfestingarþörf sem vinna þarf hraðar upp. Stjórnvöld geta horft til ólíkra leiða til að fjármagna frekari uppbyggingu innviða. Hin svokallaða „samvinnuleið“ einkaaðila og hins opinbera (e. public-private partnership) er dæmi um slíka leið. Góð reynsla er af slíkri samvinnu hérlendis og má nefna Hvalfjarðargöngin í því samhengi en á síðasta ári voru þau afhent ríkinu skuldlaust 20 árum eftir opnun ganganna. Á tímamótum sem þessum skipta ákvarðanir stjórnvalda og Seðlabankans miklu fyrir efnahagslega framvindu. Seðlabankinn hefur boðað að vextir geti lækkað meira og hraðar ef verðbólga og verðbólguvæntingar haldast við markmið. Ekkert bendir til annars en að vextir verði lækkaðir á næsta vaxtaákvörðunarfundi þann 26. júní næstkomandi. Stjórnvöld geta skapað aukið svigrúm til að lækka skatta hraðar og fjárfesta meira. Ef vel tekst til verður niðursveiflan horfin eins og dögg fyrir sólu áður en langt um líður.Höfundur er forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun