Að milda niðursveifluna Ásdís Kristjánsdóttir skrifar 19. júní 2019 07:00 Þótt veðrið hafi leikið við okkur landsmenn síðustu vikurnar hafa efnahagslegir hagvísar leikið okkur grátt. Hagvöxtur í ár verður í besta falli enginn og líklega ekki mikið skárri á árinu 2020. Verkefnið fram undan er að milda niðursveifluna. Seðlabankinn hefur nú þegar brugðist við með lækkun stýrivaxta í lok maímánaðar og frekari vaxtalækkana er að vænta, að öðru óbreyttu. Í síðustu yfirlýsingu peningastefnunefndar stendur orðrétt: „Svigrúm peningastefnunnar til að mæta efnahagssamdrættinum er einnig töluvert, sérstaklega ef fer sem horfir og verðbólga og verðbólguvæntingar haldast við verðbólgumarkmið.“ Stjórnvöld standa nú í ströngu við að endurskoða fjármálastefnuna vegna breyttra efnahagshorfa. Viðbrögð stjórnvalda við minnkandi tekjuvexti mega ekki leiða til þess að niðursveiflan verði dýpri en ella. Í síðustu niðursveiflu voru skattar hækkaðir og opinberum framkvæmdum frestað. Það blasir við að viðbrögð nú geta ekki verið af sama meiði. Góðu fréttirnar eru þó þær að lágar opinberar skuldir og jafnvægi á opinberum rekstri geri stjórnvöld betur í stakk búin til að bregðast við breyttum efnahagshorfum. Á næstu árum þarf að forgangsraða þannig að fjármálastefnan styðji við samkeppnishæfni atvinnulífsins – það er best gert með því að lækka skatta og auka fjárfestingu.Lækka skatta hraðar og meira Áherslur í opinberum rekstri eiga fyrst og fremst að snúa að réttri forgangsröðun, skilvirkni í opinberum rekstri og hagræðingu. Dæmi um góða forgangsröðun stjórnvalda á síðustu árum er áhersla þeirra á niðurgreiðslu skulda. Lítil skuldsetning minnkar áhættu og losar um fjármagn þar sem hún dregur úr vaxtakostnaði. Í því samhengi má nefna að vaxtakostnaður ríkissjóðs er í dag um 1 prósent af landsframleiðslu en var fimm sinnum hærri fyrir tíu árum, eða ríflega 5 prósent. Viðbrögð stjórnvalda á árunum 2009-2011 voru að hækka skatta; tryggingagjaldið, tekjuskattur, veiðigjaldið og fjármagntekjuskattur eru hærri í dag en fyrir áratug. Einnig var nýjum sköttum bætt við; bankaskattur, sérstakur og almennur fjársýsluskattur, gistináttaskattur og kolefnisgjald eru dæmi um slíka skatta. Skattahækkanir og nýir skattar skila ríkissjóði nú ríflega 115 milljörðum í viðbótartekjur á ári hverju. Mikilvægt er að stjórnvöld leggi sitt af mörkum til þess að styrkja starfsumhverfi fyrirtækja með því að skapa aukið rými til að lækka skatta hraðar og meira. Það gerist ekki nema með breyttum áherslum í opinberum rekstri. Skattalækkanir eru dæmi um mikilvæga forgangsröðun í niðursveiflu. Frekari fjárfesting innviða er nauðsynleg Nú þegar hægir á vexti hagkerfisins er heppilegur tími fyrir hið opinbera til að ráðast í fjárfestingar. Stjórnvöld boða aukna fjárfestingu í innviðum sem er jákvætt en meira þarf þó að koma til. Á árunum 1998-2008 voru fjárfestingar hins opinbera að meðaltali 4,6 prósent af landsframleiðslu á ári, en á síðustu tíu árum hafa þær verið rúmlega 3 prósent. Miðað við óbreytt áform stjórnvalda verða opinberar framkvæmdir að meðaltali 3,4 prósent fram til ársins 2024. Ónæg fjárfesting hefur skapað mikla uppsafnaða fjárfestingarþörf sem vinna þarf hraðar upp. Stjórnvöld geta horft til ólíkra leiða til að fjármagna frekari uppbyggingu innviða. Hin svokallaða „samvinnuleið“ einkaaðila og hins opinbera (e. public-private partnership) er dæmi um slíka leið. Góð reynsla er af slíkri samvinnu hérlendis og má nefna Hvalfjarðargöngin í því samhengi en á síðasta ári voru þau afhent ríkinu skuldlaust 20 árum eftir opnun ganganna. Á tímamótum sem þessum skipta ákvarðanir stjórnvalda og Seðlabankans miklu fyrir efnahagslega framvindu. Seðlabankinn hefur boðað að vextir geti lækkað meira og hraðar ef verðbólga og verðbólguvæntingar haldast við markmið. Ekkert bendir til annars en að vextir verði lækkaðir á næsta vaxtaákvörðunarfundi þann 26. júní næstkomandi. Stjórnvöld geta skapað aukið svigrúm til að lækka skatta hraðar og fjárfesta meira. Ef vel tekst til verður niðursveiflan horfin eins og dögg fyrir sólu áður en langt um líður.Höfundur er forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Kristjánsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Skattar og tollar Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Þótt veðrið hafi leikið við okkur landsmenn síðustu vikurnar hafa efnahagslegir hagvísar leikið okkur grátt. Hagvöxtur í ár verður í besta falli enginn og líklega ekki mikið skárri á árinu 2020. Verkefnið fram undan er að milda niðursveifluna. Seðlabankinn hefur nú þegar brugðist við með lækkun stýrivaxta í lok maímánaðar og frekari vaxtalækkana er að vænta, að öðru óbreyttu. Í síðustu yfirlýsingu peningastefnunefndar stendur orðrétt: „Svigrúm peningastefnunnar til að mæta efnahagssamdrættinum er einnig töluvert, sérstaklega ef fer sem horfir og verðbólga og verðbólguvæntingar haldast við verðbólgumarkmið.“ Stjórnvöld standa nú í ströngu við að endurskoða fjármálastefnuna vegna breyttra efnahagshorfa. Viðbrögð stjórnvalda við minnkandi tekjuvexti mega ekki leiða til þess að niðursveiflan verði dýpri en ella. Í síðustu niðursveiflu voru skattar hækkaðir og opinberum framkvæmdum frestað. Það blasir við að viðbrögð nú geta ekki verið af sama meiði. Góðu fréttirnar eru þó þær að lágar opinberar skuldir og jafnvægi á opinberum rekstri geri stjórnvöld betur í stakk búin til að bregðast við breyttum efnahagshorfum. Á næstu árum þarf að forgangsraða þannig að fjármálastefnan styðji við samkeppnishæfni atvinnulífsins – það er best gert með því að lækka skatta og auka fjárfestingu.Lækka skatta hraðar og meira Áherslur í opinberum rekstri eiga fyrst og fremst að snúa að réttri forgangsröðun, skilvirkni í opinberum rekstri og hagræðingu. Dæmi um góða forgangsröðun stjórnvalda á síðustu árum er áhersla þeirra á niðurgreiðslu skulda. Lítil skuldsetning minnkar áhættu og losar um fjármagn þar sem hún dregur úr vaxtakostnaði. Í því samhengi má nefna að vaxtakostnaður ríkissjóðs er í dag um 1 prósent af landsframleiðslu en var fimm sinnum hærri fyrir tíu árum, eða ríflega 5 prósent. Viðbrögð stjórnvalda á árunum 2009-2011 voru að hækka skatta; tryggingagjaldið, tekjuskattur, veiðigjaldið og fjármagntekjuskattur eru hærri í dag en fyrir áratug. Einnig var nýjum sköttum bætt við; bankaskattur, sérstakur og almennur fjársýsluskattur, gistináttaskattur og kolefnisgjald eru dæmi um slíka skatta. Skattahækkanir og nýir skattar skila ríkissjóði nú ríflega 115 milljörðum í viðbótartekjur á ári hverju. Mikilvægt er að stjórnvöld leggi sitt af mörkum til þess að styrkja starfsumhverfi fyrirtækja með því að skapa aukið rými til að lækka skatta hraðar og meira. Það gerist ekki nema með breyttum áherslum í opinberum rekstri. Skattalækkanir eru dæmi um mikilvæga forgangsröðun í niðursveiflu. Frekari fjárfesting innviða er nauðsynleg Nú þegar hægir á vexti hagkerfisins er heppilegur tími fyrir hið opinbera til að ráðast í fjárfestingar. Stjórnvöld boða aukna fjárfestingu í innviðum sem er jákvætt en meira þarf þó að koma til. Á árunum 1998-2008 voru fjárfestingar hins opinbera að meðaltali 4,6 prósent af landsframleiðslu á ári, en á síðustu tíu árum hafa þær verið rúmlega 3 prósent. Miðað við óbreytt áform stjórnvalda verða opinberar framkvæmdir að meðaltali 3,4 prósent fram til ársins 2024. Ónæg fjárfesting hefur skapað mikla uppsafnaða fjárfestingarþörf sem vinna þarf hraðar upp. Stjórnvöld geta horft til ólíkra leiða til að fjármagna frekari uppbyggingu innviða. Hin svokallaða „samvinnuleið“ einkaaðila og hins opinbera (e. public-private partnership) er dæmi um slíka leið. Góð reynsla er af slíkri samvinnu hérlendis og má nefna Hvalfjarðargöngin í því samhengi en á síðasta ári voru þau afhent ríkinu skuldlaust 20 árum eftir opnun ganganna. Á tímamótum sem þessum skipta ákvarðanir stjórnvalda og Seðlabankans miklu fyrir efnahagslega framvindu. Seðlabankinn hefur boðað að vextir geti lækkað meira og hraðar ef verðbólga og verðbólguvæntingar haldast við markmið. Ekkert bendir til annars en að vextir verði lækkaðir á næsta vaxtaákvörðunarfundi þann 26. júní næstkomandi. Stjórnvöld geta skapað aukið svigrúm til að lækka skatta hraðar og fjárfesta meira. Ef vel tekst til verður niðursveiflan horfin eins og dögg fyrir sólu áður en langt um líður.Höfundur er forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun