Körfubolti

Gjörsamlega missti það eftir að hafa fengið högg á viðkvæman stað

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Calvin Abueva dansaði upp á borði eftir þetta ljóta brot sitt. Hann er landsliðsmaður Filippseyja.
Calvin Abueva dansaði upp á borði eftir þetta ljóta brot sitt. Hann er landsliðsmaður Filippseyja. Skjámynd/Youtube/ESPN5

Filippíski körfuboltamaðurinn Calvin Abueva er væntanlega á leiðinni í langt bann eftir framkomu sína í körfuboltaleik í PBA deildinni um helgina.

Calvin Abueva lenti upp á kant við bandaríska körfuboltamanninn Terrence Jones í leik TNT KaTropa og Phoenix Pulse.

Terrence Jones átti flottan háskólaferil og spilaði fyrir nokkur lið í NBA-deildinni. Hann er nú kominn til TNT KaTropa á Filippseyjum.

Það hafði ýmislegt eflaust gengið á í samskiptum þeirra félaga þegar komið var fram í fjórða leikhlutann í þessum leik.

Terrence Jones og félagar í TNT KaTropa voru með örugga forystu en Calvin Abueva var ekki búinn að gefast upp.

Eftir smá samstuð á milli þeirra virtist Terrence Jones slá Calvin Abueva á viðkvæman stað.

Calvin Abueva engdist um af sársauka á gólfinu en harkaði af sér og hélt áfram. Það sem gerist næst sýndi það aftur á móti að hausinn á honum var algjörlega farinn.

Abueva gaf Terrence Jones síðan vænt högg eftir að Jones hafði náð frákasti í sókninni á eftir. Strax á eftir hoppaði Abueva síðan upp á borð og dansaði eggjandi í átt að Jones.

Dómarar leiksins ráku Abueva út úr húsi og Terrence Jones endaði leikinn með 40 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar. Abueva var með 19 stig og 11 fráköst þegar hann var sendur í sturtu.

Það má sjá öll þessi skrautlegu samskipti þeirra í fjórða leikhlutanum í myndbandinu hér fyrir neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.