Dýr skiptimynt Sighvatur Arnmundsson skrifar 4. júní 2019 07:00 Það fer að verða árviss viðburður á vorin að störf Alþingis komist í uppnám. Staðan núna er raunar óvenju slæm sökum fordæmalauss málþófs mikils minnihluta þingmanna. Tíminn á þingi hefur þess vegna nýst afar illa undanfarnar vikur. Það stefnir því enn einu sinni í það að fjöldi frumvarpa og þingsályktunartillaga verði afgreidd með hraði á lokasprettinum. Starfsáætlun hefur fyrir löngu fallið úr gildi enda átti þingi samkvæmt henni að ljúka á morgun. Þingmönnum er auðvitað engin vorkunn að því að þurfa að vinna eitthvað inn í sumarið eins og aðrir landsmenn. Það er hins vegar ekkert lögmál að staðan þurfi að vera svona hvert einasta vor. Allt of oft koma stór mál frá ríkisstjórnum seint inn í þingið. Með því að bæta úr því væri hægt að dreifa álaginu og vinnunni mun betur yfir árið. Margir nýir þingmenn hafa það á orði að skipulagsleysið í þingstörfunum komi á óvart. Dagskrá þingfunda er oft ákveðin með stuttum fyrirvara sem kemur niður á umræðunum. Sú málþófshefð sem hefur illu heilli skapast hér og fest í sessi er að mörgu leyti afleiðing of mikils meirihlutaræðis. Stjórnarandstaðan á hverjum tíma hefur ekki mörg vopn í hendi ætli meirihlutinn sér að keyra umdeild mál í gegn á stuttum tíma. Í þeim tilvikum gæti málþóf verið réttlætanlegt upp að einhverju marki. Slíkar aðstæður eru hins vegar ekki uppi varðandi þriðja orkupakkann. Það er mál sem um það bil fimm af hverjum sex þingmönnum vilja afgreiða á þessu þingi og hefur legið fyrir lengi. Eins og mál hafa þróast hér frá því eftir hrun hefur tilgangurinn oft helgað meðalið þegar málþófi hefur verið beitt. Íslenskir stjórnmálamenn hafa á undanförnum árum hvorki sýnt næga ábyrgð né þroska þegar kemur að beitingu málþófs. Þess vegna er full ástæða til þess að meirihlutinn nýti sér ákvæði þingskapa og stöðvi umræðuna um þriðja orkupakkann. Hingað til hefur enginn viljað stíga það skref af ótta við fordæmið. Fordæmalausar aðstæður réttlæta hins vegar fordæmalausar lausnir. Varla vill meirihlutinn áskilja sér rétt til að taka upp vinnubrögð Miðflokksins ef hann vildi einhvern tímann stoppa eitthvað mál. Traust almennings á Alþingi hefur verið afar lítið allt frá hruni og vex ekki þessa dagana. Tugir mikilvægra mála bíða enn afgreiðslu. Þar er meðal annars að finna breytingar á fjármálaáætlun, fjölmiðlafrumvarp, frumvarp um innflutning á fersku kjöti og sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins. Allt eru þetta stór mál sem auk fleiri mála krefjast umræðu. Hættan er sú að einhver mikilvæg mál verði notuð sem skiptimynt í samningaviðræðum um þinglok og önnur verði afgreidd í of miklum flýti. Löggjafarvaldinu fylgir mikil ábyrgð og það fer ekki vel á því að svona vinnubrögð séu orðin venjan. Þessi óþarfa asi hlýtur að koma niður á gæðum lagasetningarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sighvatur Arnmundsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það fer að verða árviss viðburður á vorin að störf Alþingis komist í uppnám. Staðan núna er raunar óvenju slæm sökum fordæmalauss málþófs mikils minnihluta þingmanna. Tíminn á þingi hefur þess vegna nýst afar illa undanfarnar vikur. Það stefnir því enn einu sinni í það að fjöldi frumvarpa og þingsályktunartillaga verði afgreidd með hraði á lokasprettinum. Starfsáætlun hefur fyrir löngu fallið úr gildi enda átti þingi samkvæmt henni að ljúka á morgun. Þingmönnum er auðvitað engin vorkunn að því að þurfa að vinna eitthvað inn í sumarið eins og aðrir landsmenn. Það er hins vegar ekkert lögmál að staðan þurfi að vera svona hvert einasta vor. Allt of oft koma stór mál frá ríkisstjórnum seint inn í þingið. Með því að bæta úr því væri hægt að dreifa álaginu og vinnunni mun betur yfir árið. Margir nýir þingmenn hafa það á orði að skipulagsleysið í þingstörfunum komi á óvart. Dagskrá þingfunda er oft ákveðin með stuttum fyrirvara sem kemur niður á umræðunum. Sú málþófshefð sem hefur illu heilli skapast hér og fest í sessi er að mörgu leyti afleiðing of mikils meirihlutaræðis. Stjórnarandstaðan á hverjum tíma hefur ekki mörg vopn í hendi ætli meirihlutinn sér að keyra umdeild mál í gegn á stuttum tíma. Í þeim tilvikum gæti málþóf verið réttlætanlegt upp að einhverju marki. Slíkar aðstæður eru hins vegar ekki uppi varðandi þriðja orkupakkann. Það er mál sem um það bil fimm af hverjum sex þingmönnum vilja afgreiða á þessu þingi og hefur legið fyrir lengi. Eins og mál hafa þróast hér frá því eftir hrun hefur tilgangurinn oft helgað meðalið þegar málþófi hefur verið beitt. Íslenskir stjórnmálamenn hafa á undanförnum árum hvorki sýnt næga ábyrgð né þroska þegar kemur að beitingu málþófs. Þess vegna er full ástæða til þess að meirihlutinn nýti sér ákvæði þingskapa og stöðvi umræðuna um þriðja orkupakkann. Hingað til hefur enginn viljað stíga það skref af ótta við fordæmið. Fordæmalausar aðstæður réttlæta hins vegar fordæmalausar lausnir. Varla vill meirihlutinn áskilja sér rétt til að taka upp vinnubrögð Miðflokksins ef hann vildi einhvern tímann stoppa eitthvað mál. Traust almennings á Alþingi hefur verið afar lítið allt frá hruni og vex ekki þessa dagana. Tugir mikilvægra mála bíða enn afgreiðslu. Þar er meðal annars að finna breytingar á fjármálaáætlun, fjölmiðlafrumvarp, frumvarp um innflutning á fersku kjöti og sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins. Allt eru þetta stór mál sem auk fleiri mála krefjast umræðu. Hættan er sú að einhver mikilvæg mál verði notuð sem skiptimynt í samningaviðræðum um þinglok og önnur verði afgreidd í of miklum flýti. Löggjafarvaldinu fylgir mikil ábyrgð og það fer ekki vel á því að svona vinnubrögð séu orðin venjan. Þessi óþarfa asi hlýtur að koma niður á gæðum lagasetningarinnar.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun