Rót illskunnar Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 8. júní 2019 12:15 Josef Mengele (til vinstri), læknir í útrýmingarbúðum nasista, framdi óhugnanleg ofbeldisverk á saklausu fólki, bjó að mati Simons ekki yfir samkennd og hlutgerði fólk. Raoul Wallenberg (til hægri), sænski sendifulltrúinn sem bjargaði þúsundum gyðinga með því að falsa vegabréf, sýndi samkennd sína í verki og fórnaði sjálfum sér. Er hægt að sjá illmenni sem manneskjur sem stríða við fötlun og eru vanhæfar til að skilja og tjá tilfinningar? Íslensk erfðagreining efndi til fræðslufundar á fimmtudaginn og þar ræddi Simon Baron-Cohen, sálfræðingur og prófessor í þróunarsálfræði, um rannsóknir sínar en hann hefur reynt að svara þessum spurningum á vísindalegan hátt í bókum sínum, til að mynda í bókinni Zero Degrees of Empathy – A New Theory of Human Cruelty þar sem hann reynir að grafast fyrir um upptök þess sem við köllum illsku með því að nálgast hana sem dvínandi samkennd (e. empathy erosion). Eða það þegar fólk hlutgerir aðrar lifandi verur. „Við höfum ekki hugmynd um það hvernig hugurinn býr til hugsanir og tilfinningar, það er engin spurning um það að gæska mannsins og grimmd á hvort tveggja rætur sínar í starfsemi heilans,“ segir Kári en hann og Simon hafa rætt um frekara samstarf á þessu sviði. „Í bók sinni Zero Degrees of Empathy fjallar Simon um fólk sem er án samkenndar. Samkennd er á rófi, fólk getur haft litla samkennd, í meðallagi eða óvanalega mikla samkennd. Þeir sem sýna af sér mesta grimmd eru oft ekki ófærir um að skynja hvernig öðrum líður, heldur geta þeir lesið í tilfinningar annarra og notfært sér þær til eigin hagsmuna,“ segir Kári og segir að þannig verði verstu illvirkin ekki eingöngu skýrð með skorti á samkennd.Simon útskýrði þetta vel í fræðsluerindi sínu í Íslenskri erfðagreiningu og lagði ríka áherslu á að það er himinn og haf á milli siðblindingja og illvirkja og til dæmis einhverfra sem eiga í basli með að lesa tilfinningar en finna til og fara í uppnám þegar þeir skynja að öðrum líður illa. „Manneskja sem er með andfélagslega persónuleikaröskun, til að mynda siðblindingi, skynjar þessa vanlíðan en finnur ekki til og reynir ekki að bregðast við nema þá í eiginhagsmunaskyni,“ útskýrði Simon og gaf nokkur dæmi um einstaklinga í heimssögunni sem hafa annars vegar orðið þekktir fyrir litla samkennd og hins vegar mikla. Sem dæmi um mann sem hafði líklega ekki snefil af samkennd nefndi Simon Joseph Mengele sem var læknir í útrýmingarbúðum nasista í Auschwits í seinni heimsstyrjöldinni og framdi gróf ofbeldisverk á fórnarlömbum sínum. Sem dæmi um mann með óvenjulega mikla samkennd nefndi hann Raoul Wallenberg, sænska sendifulltrúann sem bjargaði þúsundum gyðinga í stríðinu með því að falsa fyrir þá vegabréf. Joseph fórnaði öðrum manneskjum á meðan Raoul fórnaði sjálfum sér í þágu annarra manneskja. Kári segist nálgast viðfangsefnið eins og önnur sem vert er að rannsaka á mjög gagnrýninn hátt. „Það sem mig langar að gera er að taka eitt af þessum mælitækjum sem Simon hefur búið til og leita að breytanleika í erfðum þegar kemur að samkennd. Það er spennandi að nota erfðafræðina til að rannsaka samkennd og skortinn á henni. Ég ætla að ræða við hann um möguleikana sem tengjast þessum rannsóknum,“ segir Kári. „Ef manni tekst að finna breytanleika í erfðamenginu sem tengjast á marktækan hátt þá þýðir það að samhygð á rætur sínar í líffræðilegum ferlum í heilanum. En spurningin stóra er um grimmdina, er grimmd eitthvað annað og meira en skorturinn á hinu góða? Er grimmdin eitthvað alveg sérstakt eða er hún eitthvað sem gerist þegar þú tekur í burtu samkenndina?“Simon Baron-Cohen.Kári segir samfélagslega mikilvægt að rannsaka samkennd, grimmdina og gæskuna. „Það er manninum mikilvægt að skilja sjálfan sig sem dýrategund og samkenndin skiptir ótrúlega miklu máli í mannlegum samskiptum. Mannkynssagan er þessi samskipti og átök góðs og ills. Ég hef rekist á fólk sem hefur komist mjög langt í lífinu en mér finnst algjörlega vanta samhygð. Það er ógnvekjandi og flestir kannast við að hafa hitt slíkt fólk. Illska er í raun og veru fötlun, þó að við meðhöndlum hana ekki sem slíka. Því það eru ótal erfiðar spurningar sem við eigum eftir að svara. Á til dæmis að refsa mönnum fyrir afleiðingar þess að glíma við slíka fötlun? Þetta eru mjög viðkvæmar og erfiðar spurningar,“ segir Kári sem segir einnig vitað að samkennd sé bæði meðfæddur eiginleiki og uppeldislegur. Þeir sem sýni litla samkennd geti verið minna hæfir til þess vegna erfða eða röskunar á heilastarfsemi til dæmis vegna ofbeldis eða misnotkunar sem hefur valdið skaða í tilfinningalífinu.Simon BaronCohen hefur beðið fólk um að svara því hvaða tilfinningar og líðan megi lesa úr augnsvip þessarar konu í rannsóknum sínum. Svarið gefur til kynna hvort viðkomandi búi yfir hæfni til að skilja og lesa í tilfinningar. Kaldhæðin? Ströng? Tortryggin? Vonlaus, döpur?Simon sagði hugtakið illska ekki gagnlegt. „Þegar siðblindingi fremur illvirki þá eru fjölmiðlar fljótir að álykta að ástæðan sé sú að hann sé illur. Illska er ekki mjög gagnlegt hugtak að mínu mati en það er aftur á móti samkennd,“ sagði Simon og sagðist trúa því að með því að rannsaka hugtakið enn betur væri mögulega hægt að þróa einhvers konar meðferð eða fyrirbyggjandi úrræði. Simon hefur gagnrýnt að geðlæknisfræðin búi ekki yfir greiningu á samkennd og skortinum á henni og Kári segir það athyglisverða staðreynd. „Það er mjög áhugavert því ég heyrði einu sinni barnageðlækni halda því fram að 65% fanga hefðu verið greind með mótþróaþrjóskuröskun, sem bendir til þess að þegar við förum að grafa í orsakir þess að menn fremji glæpi má oft finna skýringu í fyrirbrigðum sem falla undir sjúkdómsgreiningar,“ segir Kári. En hvað um augnráð konunnar á myndinni hér að ofan? Rétta svarið að sögn Simons er að konan er full vonleysis eða döpur. Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Sjá meira
Er hægt að sjá illmenni sem manneskjur sem stríða við fötlun og eru vanhæfar til að skilja og tjá tilfinningar? Íslensk erfðagreining efndi til fræðslufundar á fimmtudaginn og þar ræddi Simon Baron-Cohen, sálfræðingur og prófessor í þróunarsálfræði, um rannsóknir sínar en hann hefur reynt að svara þessum spurningum á vísindalegan hátt í bókum sínum, til að mynda í bókinni Zero Degrees of Empathy – A New Theory of Human Cruelty þar sem hann reynir að grafast fyrir um upptök þess sem við köllum illsku með því að nálgast hana sem dvínandi samkennd (e. empathy erosion). Eða það þegar fólk hlutgerir aðrar lifandi verur. „Við höfum ekki hugmynd um það hvernig hugurinn býr til hugsanir og tilfinningar, það er engin spurning um það að gæska mannsins og grimmd á hvort tveggja rætur sínar í starfsemi heilans,“ segir Kári en hann og Simon hafa rætt um frekara samstarf á þessu sviði. „Í bók sinni Zero Degrees of Empathy fjallar Simon um fólk sem er án samkenndar. Samkennd er á rófi, fólk getur haft litla samkennd, í meðallagi eða óvanalega mikla samkennd. Þeir sem sýna af sér mesta grimmd eru oft ekki ófærir um að skynja hvernig öðrum líður, heldur geta þeir lesið í tilfinningar annarra og notfært sér þær til eigin hagsmuna,“ segir Kári og segir að þannig verði verstu illvirkin ekki eingöngu skýrð með skorti á samkennd.Simon útskýrði þetta vel í fræðsluerindi sínu í Íslenskri erfðagreiningu og lagði ríka áherslu á að það er himinn og haf á milli siðblindingja og illvirkja og til dæmis einhverfra sem eiga í basli með að lesa tilfinningar en finna til og fara í uppnám þegar þeir skynja að öðrum líður illa. „Manneskja sem er með andfélagslega persónuleikaröskun, til að mynda siðblindingi, skynjar þessa vanlíðan en finnur ekki til og reynir ekki að bregðast við nema þá í eiginhagsmunaskyni,“ útskýrði Simon og gaf nokkur dæmi um einstaklinga í heimssögunni sem hafa annars vegar orðið þekktir fyrir litla samkennd og hins vegar mikla. Sem dæmi um mann sem hafði líklega ekki snefil af samkennd nefndi Simon Joseph Mengele sem var læknir í útrýmingarbúðum nasista í Auschwits í seinni heimsstyrjöldinni og framdi gróf ofbeldisverk á fórnarlömbum sínum. Sem dæmi um mann með óvenjulega mikla samkennd nefndi hann Raoul Wallenberg, sænska sendifulltrúann sem bjargaði þúsundum gyðinga í stríðinu með því að falsa fyrir þá vegabréf. Joseph fórnaði öðrum manneskjum á meðan Raoul fórnaði sjálfum sér í þágu annarra manneskja. Kári segist nálgast viðfangsefnið eins og önnur sem vert er að rannsaka á mjög gagnrýninn hátt. „Það sem mig langar að gera er að taka eitt af þessum mælitækjum sem Simon hefur búið til og leita að breytanleika í erfðum þegar kemur að samkennd. Það er spennandi að nota erfðafræðina til að rannsaka samkennd og skortinn á henni. Ég ætla að ræða við hann um möguleikana sem tengjast þessum rannsóknum,“ segir Kári. „Ef manni tekst að finna breytanleika í erfðamenginu sem tengjast á marktækan hátt þá þýðir það að samhygð á rætur sínar í líffræðilegum ferlum í heilanum. En spurningin stóra er um grimmdina, er grimmd eitthvað annað og meira en skorturinn á hinu góða? Er grimmdin eitthvað alveg sérstakt eða er hún eitthvað sem gerist þegar þú tekur í burtu samkenndina?“Simon Baron-Cohen.Kári segir samfélagslega mikilvægt að rannsaka samkennd, grimmdina og gæskuna. „Það er manninum mikilvægt að skilja sjálfan sig sem dýrategund og samkenndin skiptir ótrúlega miklu máli í mannlegum samskiptum. Mannkynssagan er þessi samskipti og átök góðs og ills. Ég hef rekist á fólk sem hefur komist mjög langt í lífinu en mér finnst algjörlega vanta samhygð. Það er ógnvekjandi og flestir kannast við að hafa hitt slíkt fólk. Illska er í raun og veru fötlun, þó að við meðhöndlum hana ekki sem slíka. Því það eru ótal erfiðar spurningar sem við eigum eftir að svara. Á til dæmis að refsa mönnum fyrir afleiðingar þess að glíma við slíka fötlun? Þetta eru mjög viðkvæmar og erfiðar spurningar,“ segir Kári sem segir einnig vitað að samkennd sé bæði meðfæddur eiginleiki og uppeldislegur. Þeir sem sýni litla samkennd geti verið minna hæfir til þess vegna erfða eða röskunar á heilastarfsemi til dæmis vegna ofbeldis eða misnotkunar sem hefur valdið skaða í tilfinningalífinu.Simon BaronCohen hefur beðið fólk um að svara því hvaða tilfinningar og líðan megi lesa úr augnsvip þessarar konu í rannsóknum sínum. Svarið gefur til kynna hvort viðkomandi búi yfir hæfni til að skilja og lesa í tilfinningar. Kaldhæðin? Ströng? Tortryggin? Vonlaus, döpur?Simon sagði hugtakið illska ekki gagnlegt. „Þegar siðblindingi fremur illvirki þá eru fjölmiðlar fljótir að álykta að ástæðan sé sú að hann sé illur. Illska er ekki mjög gagnlegt hugtak að mínu mati en það er aftur á móti samkennd,“ sagði Simon og sagðist trúa því að með því að rannsaka hugtakið enn betur væri mögulega hægt að þróa einhvers konar meðferð eða fyrirbyggjandi úrræði. Simon hefur gagnrýnt að geðlæknisfræðin búi ekki yfir greiningu á samkennd og skortinum á henni og Kári segir það athyglisverða staðreynd. „Það er mjög áhugavert því ég heyrði einu sinni barnageðlækni halda því fram að 65% fanga hefðu verið greind með mótþróaþrjóskuröskun, sem bendir til þess að þegar við förum að grafa í orsakir þess að menn fremji glæpi má oft finna skýringu í fyrirbrigðum sem falla undir sjúkdómsgreiningar,“ segir Kári. En hvað um augnráð konunnar á myndinni hér að ofan? Rétta svarið að sögn Simons er að konan er full vonleysis eða döpur.
Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Sjá meira