Handbolti

Íslensku strákarnir í riðli með Þjóðverjum, Dönum og Norðmönnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Teitur Örn Einarsson verður í sviðsljósinu á HM í sumar.
Teitur Örn Einarsson verður í sviðsljósinu á HM í sumar. Vísir/Getty
Íslenska 21 árs landsliðið í handbolta lenti í mjög sterkum riðli í úrslitakeppni HM 21 árs landsliða en dregið var í dag.

Úrslitakeppnin fer fram á Spáni 16. til 28. júlí næstkomandi en spilað er í borgunum Vigo og Pontevedra á norðvesturhorni Spánar.

Íslensku strákarnir lentu í riðli með Þýskalandi, Danmörku og Noregi en í riðlinum eru einnig Suðurameríkuþjóðirnar Argentína og Síle.

Á síðasta heimsmeistaramóti fullorðinna þá komust Danmörk (1.sæti), Noregur (2. sæti) og Þýskaland (4. sæti) öll í undanúrslit keppninnar.

Ísland var í öðrum styrkleikaflokki með Spáni, Egyptalandi og Króatíu. Þjóðverjar voru í fyrsta styrkleikflokki, Norðmenn í þriðja styrkleikaflokki og Danir voru í fimmta styrkleikaflokki með Kóreu, Japan og Barein.

Óhætt að segja að okkar strákar hafi þar fengið langerfiðasta liðið.

Spánverjar fengu að velja sér riðil að hætti heimamanna og völdu riðilinn með Slóveníu, Serbíu, Túnis, Japan og Bandaríkjunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×