Körfubolti

Söguleg frammistaða Steph Curry í sópnum

Steph Curry fór hamförum á móti Portland.
Steph Curry fór hamförum á móti Portland. vísir/getty

Steph Curry og félagar hans í Golden State Warriors komust í nótt í lokaúrslitin í NBA-deildinni í körfubolta fimmta árið í röð þegar að liðið lagði Portland í fjórða skiptið í fjórum leikjum og sópaði undanúrslitarimmunni.

Meistarar Warriors létu meiðsli Kevin Durants ekki hafa nein áhrif á sig og spiluðu frábæran körfubolta með Steph Curry í sínu besta formi en hann var gjörsamlega magnaður í einvíginu.

Curry skoraði 36,5 stig að meðaltali í leikjunum fjórum eða 146 stig í heildina. Enginn í sögunni hefur skorað fleiri stig í seríu sem endað hefur með sóp í úrslitakeppni NBA-deildarinnar.Curry bætti met Shaquille O'Neal um eitt stig en stóri maðurinn skoraði 145 stig í heildina er Los Angeles Lakers sópaði New Jersey Nets í lokaúrslitum NBA-deildarinnar árið 2002.

LeBron James féll úr öðru sæti niður í það þriðja en hann skoraði 144 stig í undanúrslitum austurdeildarinnar gegn Toronto fyrir tveimur árum og Kobe Bryant er nú fjórði með sín 140 stig í undanúrslitum vesturdeildarinnar á móti Sacramento Kings frá árinu 2001.

Steph Curry skoraði 26 þriggja stiga körfur í rimmunni gegn Portland, þar af níu í fyrsta leiknum úr fimmtán skotum og sjö í fjórða leiknum úr sextán skotum. Hann var með ótrúlega þrennu í leik fjögur þar sem hann skoraði 37 stig, tók þrettán fráköst og gaf ellefu stoðsendingar.

NBA

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.