Stöðvum feluleikinn Bergsteinn Jónsson skrifar 22. maí 2019 07:00 Ofbeldi er ein helsta ógn sem steðjar að börnum á Íslandi. Rúmlega 80 þúsund börn búa hér á landi. Nýjar tölur frá Rannsóknum og greiningu benda til þess að fleiri en 13 þúsund þeirra verði fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára afmælisdaginn sinn. Sum hver daglega. Afleiðingar þess að verða fyrir ofbeldi sem barn eru margfaldar á við fullorðna. Það sýna gögn sem bæði Stígamót og UNICEF á Íslandi hafa safnað. Á Íslandi ríkir feluleikur þegar kemur að ofbeldi gegn börnum. Hann birtist meðal annars í því að fullorðnir bregðast of sjaldan við þegar þau grunar að barn sé beitt ofbeldi. Í flestum tilfellum veit fólk ekki til hvaða aðgerða er best að taka. Feluleikurinn birtist í því að börn þora oft ekki að segja frá. Feluleikurinn birtist auk þess í því að stjórnvöld hafa hingað til ekki tekið á ofbeldi gegn börnum af nægilegri festu og ekki haft fullnægjandi eftirlit með umfangi vandans. Í ljósi þessa kallar UNICEF eftir byltingu fyrir börn. Við þurfum öll að taka höndum saman til að stöðva feluleikinn, læra að bregðast við ofbeldi og þrýsta jafnframt á stjórnvöld að standa vaktina. Við hvetjum alla sem láta sig velferð barna varða að fara á slóðina www.unicef.is og skrifa undir ákall okkar. Saman sköpum við breiðfylkingu fólks á Íslandi sem heitir því að breyta samfélaginu fyrir börnin okkar. Breiðfylkingu hugsjónafólks sem vill læra hvernig á að bregðast við þegar grunur leikur á að barn sé beitt ofbeldi. UNICEF á Íslandi mun nota slagkraftinn sem myndast með undirskriftunum til að þrýsta á ríki og sveitarfélög að berjast enn harðar gegn ofbeldi gegn börnum. Við þurfum öll að taka höndum saman til að stöðva feluleikinn!Höfundur er framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Ofbeldi er ein helsta ógn sem steðjar að börnum á Íslandi. Rúmlega 80 þúsund börn búa hér á landi. Nýjar tölur frá Rannsóknum og greiningu benda til þess að fleiri en 13 þúsund þeirra verði fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára afmælisdaginn sinn. Sum hver daglega. Afleiðingar þess að verða fyrir ofbeldi sem barn eru margfaldar á við fullorðna. Það sýna gögn sem bæði Stígamót og UNICEF á Íslandi hafa safnað. Á Íslandi ríkir feluleikur þegar kemur að ofbeldi gegn börnum. Hann birtist meðal annars í því að fullorðnir bregðast of sjaldan við þegar þau grunar að barn sé beitt ofbeldi. Í flestum tilfellum veit fólk ekki til hvaða aðgerða er best að taka. Feluleikurinn birtist í því að börn þora oft ekki að segja frá. Feluleikurinn birtist auk þess í því að stjórnvöld hafa hingað til ekki tekið á ofbeldi gegn börnum af nægilegri festu og ekki haft fullnægjandi eftirlit með umfangi vandans. Í ljósi þessa kallar UNICEF eftir byltingu fyrir börn. Við þurfum öll að taka höndum saman til að stöðva feluleikinn, læra að bregðast við ofbeldi og þrýsta jafnframt á stjórnvöld að standa vaktina. Við hvetjum alla sem láta sig velferð barna varða að fara á slóðina www.unicef.is og skrifa undir ákall okkar. Saman sköpum við breiðfylkingu fólks á Íslandi sem heitir því að breyta samfélaginu fyrir börnin okkar. Breiðfylkingu hugsjónafólks sem vill læra hvernig á að bregðast við þegar grunur leikur á að barn sé beitt ofbeldi. UNICEF á Íslandi mun nota slagkraftinn sem myndast með undirskriftunum til að þrýsta á ríki og sveitarfélög að berjast enn harðar gegn ofbeldi gegn börnum. Við þurfum öll að taka höndum saman til að stöðva feluleikinn!Höfundur er framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar