Enski boltinn

Gylfi hljóp alla leið frá Reykjavík til Akureyrar á tímabilinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki sínu á móti Manchester United.
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki sínu á móti Manchester United. Getty/ Chris Brunskill

Gylfi Þór Sigurðsson hljóp meira en 401 kílómetra í 38 leikjum sínum með Everton í ensku úrvalsdeildinni á nýloknu tímabili og er hann í hópi duglegustu leikmanna deildarinnar.

Alls hljóp Gylfi 401,3 kílómetra og skiluðu þessu hlaup Gylfa í 8. sæti yfir þá sem hlupu mest í deildinni. FoxSports birti frétt um efstu menn.

Þetta þýðir að hann hljóp 10,6 kílómetra að meðaltali í leik. Gylfi spilaði samtals 3134 mínútur í þessum 38 leikjum. Íslenski landsliðsmaðurinn fór því yfir 128 metra á hverri mínútu í ensku úrvalsdeildinni í vetur.

Gylfi er vanur að skila mörgum kílómetrum í hverjum leik og það kemur því ekki á óvart að sjá hann einu sinni enn á lista sem þessum.

Enginn hljóp meira í deildinni en Luka Milivojevic hjá Crystal Palace sem skilaði 447,1 kílómetrum.

Chelsea átti þrjá leikmenn á topp sex og þar með á undan Gylfa. Það voru miðjumennirnir Jorginho og N’Golo Kante sem og varnarmaðurinn Cesar Azpilicueta.

Gylfi er eini leikmaður Everton inn á topp tuttugu listanum. Englandsmeistarar Manchester City eiga einn mann á listanum í Bernardo Silva en nágrannar þeirra í Manchester United er með engan fulltrúa í hópi duglegustu leikmanna ensku úrvalsdeildarinnar ekki frekar en Arsenal.

Bakvörðurinn Andrew Roberston hljóp mest hjá Liverpool en hjá Tottenham var það danski miðjumaðurinn Christian Eriksen.

Það verður þó að minnast á James Milner hjá Liverpool sem spilaði ekki nærri því alla leiki liðsins. Hann komst ekki á heildarlistann en skilaði 12,68 km að meðaltali í þeim leikjum sem hann spilaði.

Það er gaman að skora á móti Manchester United. Getty/Getty/ Chris Brunskill

Leikmenn sem hlupu mest í ensku úrvalsdeildinni 2018-19:
1. Luka Milivojevic (Crystal Palace) - 447,1 kílómetrar
2. Jack Cork (Burnley) - 445,6
3. Jorginho (Chelsea) - 418,8
4. Wilfred Ndidi (Leicester) - 408,3
5. N’Golo Kante (Chelsea) - 407
6. Cesar Azpilicueta (Chelsea) - 403,3
7. James McArthur (Crystal Palace) - 402,6

8. Gylfi Þór Sigurðsson (Everton) - 401,3

9. Abdoulaye Doucoure (Watford) - 394,7
10. Ben Chilwell (Leicester) - 393,5
11. Ruben Neves (Wolves) - 388,4
12. Ryan Fraser (Bournemouth) - 387,4
13. Bernardo Silva (Man City) - 381,6
14. Nathan Redmond (Southampton) - 379,2
15. Charlie Taylor (Burnley) - 378,2
16. Christian Eriksen (Spurs) - 378,1
17. Joao Moutinho (Wolves) - 377,8
18. Andrew Roberston (Liverpool) - 377,0
19. Nathan Ake (Bournemouth) - 376,6
20. Declan Rice (West Ham) - 374,8


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.