Enski boltinn

Velski Messi búinn að semja við Man. Utd

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Daniel James spilaði vel fyrir Swansea í vetur.
Daniel James spilaði vel fyrir Swansea í vetur. vísir/getty
Samkvæmt heimildum Sky Sports er Daniel James, leikmaður Swansea, búinn að semja um kaup og kjör við Manchester United en það stefnir í að hann verði fyrsti leikmaðurinn sem Ole Gunnar Solskjær fær til sín í uppbyggingunni á United-liðinu.Sky Sports heldur því aftur á móti fram að United og Swansea séu ekki búin að komast að samkomulagi um kaupverð eins og aðrir miðlar hafa greint frá en talið er að United-menn þurfi að reiða fram um 15 milljónir punda fyrir leikmanninn.Hann myndi væntanlega kosta meira ef hann ætti ekki bara eitt ár eftir af samningi sínum við Swansea sem að seldi hann til Leeds í lok janúar en félagskiptin féllu niður á lokadegi félagaskipta.James er fljótur og tekknískur vængmaður sem skoraði fjögur mörk og lagði upp níu fyrir Swansea í ensku B-deildinni í vetur en vegna hraða síns og hæfni hefur hann stundum verið kallaður hinn velski Messi.Ryan Giggs, landsliðsþjálfari Wales, valdi hann í hópinn fyrir fyrstu leikina í undankeppni EM 2020 í mars þar sem að hann skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í 1-0 sigri á Slóvakíu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.