Handbolti

Elvar hoppaði upp fyrir bæði Adam og Daníel á markalista úrslitakeppninnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elvar Örn Jónsson.
Elvar Örn Jónsson. Vísir/Vilhelm

Elvar Örn Jónsson skoraði átta mörkum meira en tveir markahæstu menn úrslitakeppninnar í gærkvöldi og tryggði sér með því markakóngstitilinn í úrslitakeppni Olís deildar karla 2018-19.

Elvar Örn Jónsson var kosinn besti leikmaður úrslitakeppninnar en hann var algjör lykilmaður í fyrsta Íslandsmeistaratitli Selfoss.

Elvar átti magnaðan leik í gærkvöldi og skoraði þá ellefu mörk í tíu marka sigri á Haukum og var þá yfirburðarmaður á vellinum.

Elvar náði með þessari frammistöðu að verða markahæsti leikmaður úrslitakeppninnar. Fyrir leikinn var hann á eftir Haukamönnunum Adam Hauki Baumruk og Daníel Ingasyni.

Adam var með átta marka forskot á Elvar Örn fyrir leikinn og Daníel var sex mörkum á undan honum.

Adam Haukum og Daníel skoruðu samtals 3 mörk í leiknum á sama tíma og Elvar var óstöðvandi. Þrjár ástæður af hverju Selfoss vann tíu marka sigur og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn.

Flest mörk í úrslitakeppni Olís deildar karla 2019:
Elvar Örn Jónsson, Selfossi 60
Adam Haukur Baumruk, Haukum 58
Daníel Ingason, Haukum 57
Haukur Þrastarson, Selfossi 55
Orri Freyr Þorkelsson, Haukum 38
Heimir Óli Heimisson, Haukum 36
Anton Rúnarsson, Val 36
Kristján Örn Kristjánsson, ÍBV 36
Brynjólfur Snær Brynjólfsson, Haukum 34
Tjörvi Þorgeirsson, Haukum 33
Hákon Daði Styrmisson, ÍBV 33
Hergeir Grímsson, Selfossi 32


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.